Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Neskaupstaðar í morgun með um 80 tonn og er þorskur uppistaða aflans.
Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar hefur verið heldur rólegt á Austfjarðamiðum að undanförnu.
„Við byrjuðum túrinn á Glettinganesflaki og Seyðisfjarðadýpi og aflinn var heldur lítill. Síðan færðum við okkur yfir í Norðfjarðardýpið og þar kom skammvinnt skot. Almennt má segja að afli á Austfjarðamiðum hafi verið tregur allan þennan mánuð en við höfum takmarkað verið að veiðum vegna þess að það þurfti að sinna smávægilegum lagfæringum á skipinu. Reglan er sú að það þarf að laga ýmislegt til á nýjum skipum,“ segir Birgir Þór.
Vestmannaey mun halda til veiða á ný strax að löndun lokinni.

Ljósm. Sigurður Steinn Einarsson
frétt tekin frá vef Síldarvinnslunnar, forsíðu mynd á Guðmudnur Arnar Alfreðsson