Vestmannaey VE er að landa fullfermi Neskaupstað | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
75327051_2482937895136812_5446264070313345024_n

Vestmannaey VE er að landa fullfermi Neskaupstað

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Neskaupstaðar í morgun með um 80 tonn og er þorskur uppistaða aflans.

Að sögn Birgis Þórs Sverrissonar hefur verið heldur rólegt á Austfjarðamiðum að undanförnu.

„Við byrjuðum túrinn á Glettinganesflaki og Seyðisfjarðadýpi og aflinn var heldur lítill. Síðan færðum við okkur yfir í Norðfjarðardýpið og þar kom skammvinnt skot. Almennt má segja að afli á Austfjarðamiðum hafi verið tregur allan þennan mánuð en við höfum takmarkað verið að veiðum vegna þess að það þurfti að sinna smávægilegum lagfæringum á skipinu. Reglan er sú að það þarf að laga ýmislegt til á nýjum skipum,“ segir Birgir Þór. 

Vestmannaey mun halda til veiða á ný strax að löndun lokinni.

Vestmannaey VE í Norðfjarðarhöfn í morgun.
Ljósm. Sigurður Steinn Einarsson

frétt tekin frá vef Síldarvinnslunnar, forsíðu mynd á Guðmudnur Arnar Alfreðsson

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Árshátíð VSV aflýst, út að borða í staðinn
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X