Miðvikudagur 7. júní 2023

Vertu hreyfiafl, hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum

Félag kvenna í atvinnulífinu FKA tekur að sér að vera alvöru hreyfiafl og heiðrar konur á árlegri FKA Viðurkenningarhátíð

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar.

FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu.

Hvaða konur vilt þú heiðra á FKA Viðurkenningarhátíðinni? Opið fyrir tilnefningar!

Að vanda verða veittar viðurkenningar á hátíðinni til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. Konurnar sem tilnefndar eru þurfa ekki að vera félagskonur FKA heldur hvaðan sem er úr samfélaginu, hægt er að tilnefna í einum flokki eða öllum og allir geta sent inn tilnefningu.

„Það er mikilvægt að beina kastaranum að flottum fyrirmyndum, fjölbreytileika og fá nöfn af fjölbreyttum hópi kvenna á lista og nöfn kvenna af öllu landinu, sem dómnefnd mun vinna með og á endanum velja þær konur sem verða heiðraðar af FKA í janúar 2022.“

FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu og mun dómnefnd skipuð sjö aðilum fara yfir allar tilnefningar.
Verða úrslit kynnt á FKA Viðurkenningarhátíðinni þann 20. janúar 2022 á Grand Hótel Reykjavík.
Hægt er að tilnefna á heimasíðu FKA til og með 25. nóvember 2021.

Á FKA viðurkenningarhátíðinni 2022 verða veittar þrjár viðurkenningar:
FKA viðurkenningin
FKA þakkarviðurkenningin
FKA hvatningarviðurkenningin.

Öll kyn úr framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs mæta á Viðurkenningarhátíð FKA og ríkir mikil eftirvænting því vegna aðstæðna í samfélaginu á tímum heimsfaraldurs kórónuveiru var Viðurkenningarhátíð FKA síðast haldin hátíðleg í sjónvarpsþætti. „Niðurtalning í Hátíðina hófst með þáttaröðinni Stjórnandinn með Huldu Bjarnadóttur sem vakti gríðarlega lukku en mikilvægt er að nálgast hlutina með nýjum hætti í takt við nýja tíma. En nú stefnum við á að hittast í raunheimum líka og gleðjast með konunum á Grand Hótel sem verða heiðraðar í ár.“

Nánar á heimasíðu FKA HÉR

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.
Árið 2021 fór FKA Viðurkenningarhátíðin fram á Hringbraut á tímum heimsfaraldurs, hátíðin varð sjónvarpsþáttur sem vakti athygli. Þar fékk Fida Abu Libdeh FKA Hvatningarviðurkenningu 2021, Bryndís Brynjólfsdóttir FKA þakkarviðurkenningu 2021 og María Fjóla Harðardóttir FKA Viðurkenninguna 2021. Með þeim á myndinni eru þær Áslaug Gunnlaugsdóttir fyrrum stjórnarkona FKA, Hulda Ragnheiður Árnadóttir þá formaður FKA, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.
Viðurkenningarhafar 2020 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, Anna Stefánsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir sem tóku við FKA viðurkenningunni, FKA þakkarviðurkenningunni og FKA hvatningarviðurkenningunni.
Dómnefnd 2022

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is