Vertíðarkrafturinn hafinn

Alvöruvertíð virðist vera hafin hjá Vestmannaeyjatogurunum Bergi VE og Vestmannaey VE. Þeir lönduðu báðir fullfermi á laugardaginn og var aflinn mest þorskur og ýsa sem fór til vinnslu hjá Vísi í Helguvík. Bergur landaði síðan nánast fullfermi af ufsa á sunnudaginn. Þá landaði Vestmannaey fullfermi í gærmorgun og var aflinn mest þorskur og ufsi ásamt dálitlu af ýsu. Loks er Bergur að landa í dag og er afli hans svipað samansettur og afli Vestmannaeyjar frá því í gær.

Heimasíða svn.is ræddi við Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergi og spurði hvort alvöru vertíð væri hafin. „Já, ætli við verðum ekki að segja það. Það er kominn talsverður vertíðarkraftur í þetta og það er bara gott að landa þrisvar í viku. Annars er fiskur ekki genginn á öll hefðbundin mið en það er góð veiði annars staðar þó ekki sé um aðgæsluveiði að ræða eins og gerist þegar vertíð er komin alveg á fullt. Við erum ánægðir með að fá töluvert af ufsa en ýsan hefur verið heldur leiðinleg við okkur að undanförnu,“ segir Jón.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, tekur undir með Jóni og segir að allt sé að færast í vertíðarhorf. „Þetta hafa verið fínir túrar upp á síðkastið. Í túrnum sem landað var úr á laugardag byrjuðum við að veiða á Pétursey og Vík en veiddum mest austur á Ingólfshöfða. Í seinni túrnum var veitt í Háfadýpinu, á Hólshrauni og síðan í Skarðsfjörinni. Loks var endað í ufsa á Síðugrunni í skítaveðri. Menn eru afar sáttir við veiðina að undanförnu og það ánægjulegasta er að það sést meiri ufsi en undanfarin tvö ár eða svo. Nú er lengst að sækja í ýsuna, en hún virðist halda sig ennþá úti í köntum,“ segir Birgir Þór.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search