Verktakaopnun hjá slökkvistöðinni – myndir og myndband

Vestmannaeyjabær bauð á verktakaopnun hjá slökkvistöðinni síðdegis í gær en formleg vígsla verður svo haldin um gosloka hátíðina, sem hluti af dagskrá hátíðarinnar og verður þá öllum bæjarbúum boðið að koma og skoða.

Skóflustunga að nýrri slökkvistöð var tekin þann 14. mars 2020 og fyrsta steypan rann í mótin tveimur mánuðum síðar eða þann 13.maí 2020. Síðasta uppsteypan í byggingunni var svo 13. nóvember þegar steypt var á milli sperra. En 2. desember 2020 voru fánar dregnir að húni á Heiðarvegi 14 en þar með var nýja slökkvistöðin formlega risin.

Uppbyggingin gekk gríðarlega vel og nú í gær, föstudag, 8. apríl 2022  hefur Vestmannaeyjabær boðið á verktakaopnun.

Innilegar hamingjuóskir með nýja og glæsilega Slökkvistöð Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabær, 2Þ-verktakar og bæjarbúar allir.

Hér koma myndir frá opnuninni ásamt myndbandi neðst í fréttinni frá Halldóri B. Halldórssyni.

2. desember 2020.

 

8. apríl 2022.

Friðrik Páll Arnfinnsson, Slökkviliðsstjóri.

Þór Engilbertsson húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins 2Þ, Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Friðrik Páll Arnfinnsson, Slökkviliðsstjóri.

Guðjón og svo eigendur 2Þ, Þór og Una.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search