Verkið er mjög spennandi og endirinn afar óvæntur!

Leikstjóri sýningarinnar er hún María Sigurðardóttir, hún er 67 ára úr Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1983. 

María vann síðustu fimm ár í Melabúð en hefur skotist út á land til að leikstýra einu sinni á vetri. En nú er María hætt í Melabúð og ætlar að treysta á lukkuna í leiklistinni.

Áður en María kom til Eyja kenndi hún eina önn í Listaháskólanum, hún vann senur úr Shakespeare með leiklistarnemum.

Leikstýrði meðal annars Djöfla-eyjunni og Englum Alheimsins

María er með nokkur skemmtileg verk í farteskinu og vonast til að komast inn í atvinnuleikhúsin á næstu misserum til að setja þau upp.

Hún hefur unnið sem aðstoðar-leikstjóri í kvikmyndum, til dæmis:  Bíódagar, Djöflaeyjan, Englar Alheimsins og fleirum. Hún leikstýrði svo eigin kvikmynd árið 2001, hún heitir Regína og er dans- og söngvamynd.

Í atvinnuleikhúsum og hjá áhugaleikfélögum hefur María meðal annars leikstýrt sýningunum: Sex í sveit, Pétur Pan, Fegurðardrottningin frá Línakri, 39 Þrep, Honk!, Gaukshreiðrið, Þrek og tár, Tveir tvöfaldir og fleirum.

Stefna á frumsýningu um páskana

Þau reikna með að ná að frumsýna um páskana. Það tekur yfirleitt um sex til átta vikur að æfa sýningar. Í þessari sýningu eru ellefu leikarar. Auk þeirra koma um tíu til fimmtán manns að vinnunni. María segir að það sé mikil vinna að setja upp svona sýningu. Það er heilmargt sem þarf að gera, bæði á æfingatímanum og á sýningum. Hún hefur mikið dáðst að fólki í áhugaleikhúsunum fyrir dugnað þeirra og ósérhlífni og segir að fólkið hér í Leikfélagi Vestmannaeyja sé sko engin undantekning. „Þvílíkur kraftur og áhugi,, segir María. Maríu hlakka til að halda áfram með þeim og koma þessu spennuleikriti á svið.

Agatha Christie höfundur leikritsins

Leikritið er eftir Agöthu Christie og hún byggir það á samnefndri bók sem hún skrifaði. Upphaflega hét verkið, 10 litlir negrastrákar, Ten Little Niggers,  en var svo breytt í 10 Little Indians. Ég breytti titlinum í samræmi við staðinn og við köllum það 10 litlir Eyjapeyjar. 

Söguþráðurinn í stórum dráttum 

10 manneskjum er boðið í óvissuferð út í Eyju en óséður morðingi drepur þau eitt af öðru. 

Við kynnumst þarna ólíkum persónum, og sögum þeirra, sem eru margar æði forvitnilegar. Verkið er mjög spennandi og endirinn afar óvæntur!

Leikarnir eru frá sextugt og niður í sautján ára. Langflest eru ung að árum og fá þarna að fást við ólíkar og spennandi persónur á ýmsum aldri. Þetta leggur mikið á þeirra herðar, en gefur þeim á móti mikla reynslu. María er mjög ánægð með vinnu þeirra allra og trúi því að þau muni koma skemmtilega á óvart.

Leikarar eru:

Aron Kristinn

Helga Lind Halldórsdóttir

Albert Snær Tórshamar

Goði Þorleifsson

Birna Karen Wíum

Elí Kristinn Símonarson

María Fönn Frostadóttir

Alexander Páll Salberg

Reynir Þór Egilsson

Unnur Guðgeirsdóttir

Breki Einarsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search