Bærinn höfnin

Verkferlar við ráðningu hafnarstjóra til umræðu á bæjarstjórnarfundi

Á bæjarstjórnarfundi síðasta fimmtudag voru verkferlar við ráðningu hafnarstjóra til umræðu

Fulltrúar D lista segja að lög kveða á um að hafnarstjórn ráði hafnarstjóra. Hafnarstjórn fól á engum tímapunkti starfsmannasviði að leiða ráðningarferlið. Það er miður að í stað þess að farið hafi verið yfir verklagið fullyrðir meirihlutinn áfram að ekkert sé athugunarvert.

Meirihluti E- og H- lista harmar það að fulltrúa D lista dragi heilindi og faglega vinnu starfsfólks Vestmannaeyjabæjar í efa á pólitískum vettvangi, þar sem umrætt starfsfólk hefur ekki tækifæri á bera hendur fyrir höfuð sér.

Það er kjörnum fulltrúum ekki til sóma að draga í efa að framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar hafi ekki farið að lögum og reglum við ráðningu hafnarstjóra.

Engar athugasemdir bárust um ráðningarferlið í aðdraganda þess, hvorki við auglýsinguna, sem var í birtingu í hálfan mánuð á öllum vefmiðlum Vestmannaeyja og á landsvísu, né þann hóp eða þá vinnu sem lá fyrir um mat á umsóknum.

Ráðningarferlið var mjög ítarlegt og faglega staðið að verki. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, mannauðsstjóri Vestmannaeyjabæjar og ráðningarskrifstofa Hagvangs, önnuðust matið.

Umsóknir voru metnar þar sem hæfnisþáttum var gefið ákveðið vægi. Allir umsækjendur voru boðaðir í viðtöl og þegar búið var að meta umsækjendur voru tveir hæfustu boðaðir í framhaldsviðtal og þeir beðnir um að halda kynningu á stöðu og framtíðarsýn hafnarinnar. Leitað var umsagnar umsagnaraðila, lagt var fyrir umsækjendur persónuleikapróf og unnin var ítarleg greiningarskýrsla.

Niðurstöður matsins voru kynntar ítarlega fyrir framkvæmda- og hafnarráð og ræddar í framhaldinu. Eftir þá vinnu var ákveðið að ráða Dóru Björk Gunnarsdóttur, sem metin var hæfust, sem hafnarstjóra, án mótatkvæða í ráðinu.

Það var ekki fyrr en niðurstaða hópsins á matinu lá fyrir og var kynnt framkvæmda- og hafnarráði, mánuðum eftir að ákveðið var að auglýsa starfið, að fulltrúar D lista fóru að efast um lögmæti ráðningarinnar. Augljóst er að fulltrúar D lista eru að leita leiða til að draga mat og vinnu valnefndarinnar og ráðsins í efa. Leiða má að því líkur að sá umsækjandi sem þótti hæfastur til starfsins var þeim ekki þóknanlegur.

Minnt er á 7. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa Vestmannaeyjabæjar. Þar er m.a. kveðið á um að kjörnir fulltrúar skuli í störfum sínum virða hlutverk starfsfólks Vestmannaeyjabæjar. Kjörnir fulltrúar hafa ekki boðvald yfir einstaka starfsfólki Vestmannaeyjabæjar.
Mikilvægt er að virða hlutleysi og faglega vinnu stjórnenda og starfsfólks Vestmannaeyjabæjar.
Þetta er enn ein atlaga sjálfstæðismanna að starfsfólki Vestmannaeyjabæjar.

Fulltrúar D lista lögðu fram eftirarandi bókun:

Hér er einungis verið að gagnrýna vinnubrögð fulltrúa E og H lista í málinu. Afgreiðsla málsins var ekki gerð í umboði hafnarstjórnar líkt og lögum samkvæmt. Enn og aftur er verið að nota starfsmenn sveitarfélagsins sem stuðpúða fyrir gagnrýni minnihlutans á störf pólitískra fulltrúa.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is