Verkfall snertir mörg störf bæjarins

06.03.2020

Ágætu bæjarbúar

Aðildarfélög BSRB hafa boðað til verkfallsaðgerða á næstu dögum og vikum. Annars vegar munu félagsmenn BSRB leggja niður störf á fyrirfram tilgreindum tíma, einn til tvo daga í senn. Hins vegar er ótímabundið verkfall sem boðað er frá og með 15. apríl 2020 hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Komi til verkfalla mun það hafa mis mikil áhrif á starfsemi sveitarfélagsins allt frá því að starfsemin lokist alveg til lítillar eða engrar skerðingar.

Forstöðumenn þeirra stofnanna þar sem þjónustan skerðist munu senda út tilkynningar með upplýsingum um þær skerðingar sem verða hjá þeim ef til verkfalls kemur.

Starfsemi sem mun alveg leggjast niður í verkfalli:

Frístundaverið

Félagsmiðstöðin

Frístundaverið í Hamarsskóla

Afgreiðsla bæjarskrifstofa

Afgreiðsla tæknideildar

Afgreiðsla skólaskrifstofu og félagsþjónustu

Starfsemi Safnahúss

Starfsemi Eldheima

Starfsemi sem mun skerðast:

Starfsemi leikskólans Kirkjugerðis

Starfsemi Víkurinnar

Starfsemi Íþróttamiðstöðvar (sundlaugin lokuð og skólaleikfimi kennt í Gunnskólanum )

Heimaþjónusta

Þrif, stuðningur, mötuneyti, skrifstofustarf og húsvarsla í GRV og tónlistarskólanum

Hafnarvogin

Hafnarvarsla

Þeir sem eru í undanþágu:

Bæjarstjóri

Framkvæmdastjórar sviða, (3)

Fjármálastjóri

Kerfisstjóri

Launafulltrúi

Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

Hafnarstarfsmenn (2)

Slökkvistjóri

Rekstur mannvirkja (2)

Ófaglærðir í umönnun Hraunbúðum (8)

Starfsmenn í mötuneyti Hraunbúða (2)

Stuðningsfulltrúar á Sambýlinu (3)

Ath. að verkfallið nær einungis til aðildarfélaga í STAVEY

Tekið af vef vestmannaeyjabærjar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search