Fiskiðan, þekkingasetrið

Verkefnið „Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi“ hlýtur styrk úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra kynnti í dag um 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina

Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fá verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna. Af þessum 29 verkefnum hlaut verkefnið „Vestmannaeyjar, vettvangur sjávarlíftækni á Íslandi“ 10 milljón króna styrk sem var hæsta styrkupphæðin sem veitt var að þessu sinni.

Verkefnið miðar að því að leggja grunn að þeirri framtíðarsýn að í Vestmannaeyjum séu höfuðstöðvar sjávarlíftæknivettvangs Íslands.

Umsækjendur verkefnisins eru Þekkingasetur Vestmannaeyja, Rannsóknaþjónusta Vestmannaeyja, Langa og Vestmannaeyjabær. Verkefnastjóri verkefnisins er Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir. Samstarfsaðiliar í verkefninu eru Dr. Ásta Dís Óladóttir og Dr. Margrét Þorsteinsdóttir frá Háskóla Íslands, Dr. Rannveig Björnsdóttir frjá Háskólanum á Akureyri, Ingibjörg Sigurðardóttir frá Háskólanum á Hólum, Fóðurverksmiðjan Laxá, Háskólinn í Bergen í Noregi og Arctic Mass.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir segir að:

„Sjávarlíftækni er sé sú grein sem á eftir að spila lykilhlutverk í því að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi til næstu 20 ára, þar sem hún mun gera okkur kleift að vinna verðmætari afurðir úr hliðarafurðum og vannýttum afurðum, t.d. slógi. Miðstöð sjávarlíftækni byggð á breiðum grundvelli eins og ætlunin að gera í verkefninu er ekki til á Íslandi. Vestmannaeyjar er kjörinn staður til að byggja upp miðstöð sjávarlíftækni þar sem mikil þekking á veiðum og vinnslu býr í samfélaginu. Einnig er mikill fjölbreytileiki í aflanum sem kemur að landi. Það er stutt á miðin og þekkingarsamfélagið í kringum sjávarútveg er öflugt.“

Vestmannaeyjabær fagnar þessum styrk sem skipti miklu máli fyrir framgang verkefnisins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search