Miðvikudagur 27. september 2023

Verkefni Landhelgisgæslunnar undanfarinn sólahring

Það hefur ekki farið framhjá mörgum hamfarirnar fyrir Vestan, hugur okkar er hjá þeim öllum og sendir Tígull þeim kraft og góða orku.

Hér er samantekt um verkefni undanfarins sólarhrings hjá Landhelgisgæslunni.

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á miðnætti vegna þriggja snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði. Varðskipið var þá statt á Ísafirði. Í síðustu viku ákvað Landhelgisgæslan að sigla skipinu vestur á firði vegna slæmrar veðurspár svo hægt væri að hafa skipið til taks ef á þyrfti að halda. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra óskaði eftir því að varðskipið flytti björgunarsveitarmenn, lögreglumenn, lækni og aðra viðbragðsaðila til Flateyrar.

Þá var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út til að vera í viðbragðsstöðu á Reykjavíkurflugvelli. Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði klukkan 00:40 og var komið á Flateyri á þriðja tímanum í nótt. Léttbátar varðskipsins voru notaðir til að koma viðbragðsaðilunum í land.

Stúlka sem lenti í snjóflóðinu var flutt með varðskipinu til Ísafjarðar laust fyrir klukkan fjögur í nótt ásamt lækni, hjúkrunarfræðingi og aðstandendum.

Varðskipið hélt svo aftur á Flateyri með mannskap og vistir frá Ísafirði um klukkan níu með viðkomu í Bolungarvík þar sem tveir til viðbótar komu um borð. Áfallahjálparteymi frá Rauða krossinum var með í för auk annarra farþega sem voru fluttir með léttbátum í land. Þór verður áfram til taks á Vestfjörðum ef á þarf að halda.

Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflutning á þriðja tímanum. Einn verður fluttur frá Flateyri og komið undir læknishendur á Ísafirði og annar verður fluttur frá Ísafirði á sjúkrahús í Reykjavík.

Myndir og upplýsingar eru frá vef Landhelgisgæslunnar.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is