Fótbolti.net greindi frá á vefmiðli sínum að Hermann Hreiðarsson væri líklegastur til að taka við sem þjálfari ÍBV og stýra liðinu í efstu deild á næsta tímabili samkvæmd heimildum þeirra.
Hermann, sem lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Ísland og spilaði fjölmarga leiki í ensku úrvalsdeildinni, er uppalinn í Vestmannaeyjum og var spilandi þjálfari ÍBV 2013.
Síðan þá hefur Hermann þjálfað Fylki, verið aðstoðarþjálfari Kerala Blasters á Indlandi og Southend í ensku neðri deildunum. Í fyrra tók hann við Þrótti Vogum í 2. deildinni og stýrði liðinu upp í Lengjudeildina á liðinni leiktíð.
Hermann er einnig aðstoðarmaður Davíðs Snorra Jónassonar með U21 landsliðið.
Sigurvin Ólafsson þjálfari KV, Jón Þór Hauksson þjálfari Vestra og Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eru meðal nafna sem hafa líka verið orðuð við ÍBV.