Þarft þú að koma þér í andlegt form ?
Hversu oft á undanförnum árum hefur þú hugsað um að koma þér í líkamlegt form? En hversu oft á undanförnum árum hefur þú hugsað um að koma þér í andlegt form?
Það er nefnilega sláandi hvað margir hugsa lítið sem ekkert út í það að koma sér í betra andlegt form og markviss andleg vinna nær yfirleitt ekki inn á listann hjá fólki sem er að setja sér markmið. Fólk er oft tilbúið að eyða fúlgu fjár í líkamsræktarkort (og vera jafnvel orðin „styrktaraðilar“ eftir fyrsta mánuðinn) en eiga erfitt með að fjárfesta í aukinni andlegri vellíðan.
Ertu að byrja á vitlausum enda ?
Það getur verið erfitt að ná tökum á markmiðum eða gera langvarandi lífstílsbreytingar ef þú ert föst/fastur í sama gamla farinu andlega, eins og með sjálfsniðurrif af einhverju tagi, lítið sjálfstraust, agaleysi, með neikvæðan huga, ranghugmyndir um sjálfan þig eða annað. Hugurinn leitar alltaf í öryggi eða í sama gamla farið ef hann kemst upp með það, því hann er forritaður þannig. Því getur það reynst einstaklega erfitt að gera langvarandi breytingar því einhversstaðar á leiðinni tekur gamla hugsanamynstrið við. Þegar fólk er í vanlíðan, upplifir stress, áhyggjur eða álag í sínu lífi þá leita margir í mat (skyndibita, snakk, bakkelsi, sætindi eða í aðra óhollustu) til að deyfa sig tilfinningalega og í kjölfarið hefur það minni löngun eða orku til að hreyfa sig. Þetta verður síðan að vítahring sem erfitt getur verið að brjótast út úr. Þarna kemur hugurinn sterkur inn!
Hvað er andleg einkaþjálfun ?
Andleg einkaþjálfun er prógram sem kemur þér í þitt allra besta andlega form á 12 mánuðum og þú færð nýja sýn á sjálfan þig, lífið og fólkið í kringum þig. Það tekur tíma að snúa hugarfarinu við og gera jákvæðar lífstílsbreytingar og það eru engar skyndilausnir! Þeir sem trúa að skyndilausnir virka fá að öllum líkindum árangur eftir því. Þessi þjálfun er byggð upp á jöfnum og góðum skrefum, allt til þess gert að koma þér í þitt allra besta andlega form.
Andlegt form árið 2020 ?
Þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp fara margir að líta um öxl og fara yfir markmiðin sem sett voru í byrjun ársins. Hvernig gekk þér með þín markmið? Var árið, í heildina litið, eitthvað í líkingu við það sem þú hafðir vonað?
Hvernig væri að breyta út frá vananum og gera jafnvel eitthvað sem þú hefur aldrei gert áður, að koma þér í andlegt form? Þegar þú ákveður að setja þína andlegu heilsu í fyrsta sæti, þá er alveg magnað að sjá hvað margt annað í þínu lífi tekur jákvæðari breytingum.
Instagram: andlegeinkathjalfun / hrafnhildur@andlegeinkathjalfun.is
Hrafnhildur J. Moestrup
Andlegur einkaþjálfari
