Verðlaunagripur sem verður að fallegu birkitré

Kjarnasamfélag, umhverfisvænn plötuspilari, náttúruleg efni og lífrænir verðlaunapeningar meðal styrkþega Hönnunarsjóðs

Hönnunarsjóður úthlutaði þann 5. mars 20 styrkjum til ólíkra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs og 13 ferðastyrkjum til 10 verkefna. Að þessu sinni voru 23,5 milljónum úthlutað en alls bárust 150 umsóknir um rúmar 255 milljónir.

Það voru tvær Eyjadömur í þessum flotta hóp þær Emilía Borgþórsdóttir og Svala Jónsdóttir. Við heyrðum í Emilíu og spurðum hana nánar út í hvernig þessi hugmynd af hönnun varð til.

Emilía fékk styrk til að þróa og hanna þátttökuverðlaun unnin úr lífrænum massa sem innihalda birkifræ. Þegar dáðst hefur verið að gripnum er hægt að gróðursetja hann svo upp spretti verðlaunagarður. Þetta ýtir undir hringrásarhagkerfið og kennir börnum á öllum aldri umhverfis- og skógarvernd.

Ég á 4 börn sem öll eru í íþróttum og upp safnaðist góð hrúga af þátttökuverðlaunum sem er gaman að fá en missa svo verðgildi sitt mjög snemma. Mín umhverfisvitund vildi bara að tekið yrði fyrir þetta en þátttökuverðlaun íþróttaviðburða eru orðin rótgróin í okkar menningu.

Árlega er tugþúsundum virðislítilla verðlauna útdeilt

Árlega er tugþúsundum virðislítilla verðlauna útdeilt sem valda mengun enda búin til úr plasti eða ódýrum málmum. Langoftast er um innflutt efni að ræða. Með íslenskri hönnun sem nýtist til uppgræðslu lands má breyta þróuninni og ýta undir vitund barna og almennings í átt að sjálfbærni og hringrásarhugsun. Hugmyndin um þátttökuverðlaun úr lífrænum massa með birkifræi sprettur því fram til að leysa þennan vanda. Þegar dáðst hefur verið að gripnum er hægt að gróðursetja hann svo upp spretti verðlaunagarður. Þetta ýtir undir hringrásarhagkerfið og kennir börnum á öllum aldri umhverfis- og skógarvernd.

Hvert íþróttafélag gæti átt sinn verðlaunagarð/lund

Hugsið ykkur ef við tækjum keppnisskapið úr íþróttunum og settum það í umhverfisvitund og skógrækt það myndi gera mikið fyrir loftslagsmálin. Gaman væri að íþróttafélögin ættu sér lund þar sem börn geta gróðursett sín þátttökuverðlaun svo upp vaxi verðlauna garður / lundur.

Hugmyndin kviknaði fyrir tveimur árum

Þessi hugmynd kviknaði fyrir tveimur árum síðan og hef ég verið að kanna hentug efni og útfærslur síðan síðasta sumar en ég hlaut rannsóknar- og þróunarstyrk frá Hönnunarsjóði síðastliðið vor. Ýmsar tilraunir hafa verið framkvæmdar og ákveðin hugmynd að útfærslum. Núna fékk ég verkefnastyrk frá Hönnunarsjóði til að taka næsta skref, sem er að gera frumgerðir, prófa þær og þróa í nothæfa vöru.

Næsta sumar munu fara fram prófanir á mismunandi gerðum bæði á útliti og með tilliti til virkni. Ég er það lánsöm að geta stuðst við samstarfsaðila í verkefninu sem eru bæði sérfræðingar á sínu sviði sem og notendur. En ég er núna að vinna í FabLab Reykjavík, og mun svo fara í Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar sem prófanir fara fram. Skógræktin hefur einnig veitt mér sérfræðiráðgjöf.

Vonandi munu börn og fullorðnir geta ræktað sín afrek í skógarlundum íþróttafélaganna innan tíðar segir Emilía að lokum.

Hér er um verkefnin þeirra  Emilíu og Svölu og nokkur í viðbót en hægt er að lesa um öll þau verkefni sem hlutu styrk inn á heimasíðu Miðstöð hönnunar og arkitektúrs Gróska 

Fræ til stærri afreka – frumgerðir og lokaafurð, Emilía Borgþórsdóttir hlaut 2.000.000 kr

Þátttökuverðlaun unnin úr lífrænum massa sem innihalda birkifræ. Þegar dáðst hefur verið að gripnum er hægt að gróðursetja hann svo upp spretti verðlaunagarður.

Þetta ýtir undir hringrásarhagkerfið og kennir börnum á öllum aldri umhverfis- og skógarvernd.

 

 

 

 

 

 

Vistbók – verkfæri fyrir sjálfbærari byggingariðnað, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Svala Jónsdóttir og Berglind Ómarsdóttir hlutu 1.500.000 kr. 

Verkefnið er nýsköpunarverkefni í íslenskum byggingariðnaði sem miðar að þróun á verkfæri fyrir sjálfbærari byggingariðnað.

Vistbók mun auðvelda fagaðilum sem og húseigendum að velja umhverfisvottaðar byggingarvörur og utanumhald á byggingum í umhverfisvottunarferli.

 

 

 

 

 

 

Snið Mót, Valdís Steinarsdóttir hlaut 2.000.000 kr. 

Þróun á nýrri aðferð við framleiðslu á fatnaði. Í stað þess að klippa út snið og sauma saman er fljótandi náttúrulegu efni hellt í tvívítt form.

Þegar efnið þornar er flíkin tilbúin. Við þessa framleiðsluaðferð fer ekkert efni til spillis.

 

 

 

 

 

 

 

 

Merki Íslands, Brandenburg hlutu 1.000.000 kr.

Bókin Merki Íslands mun innihalda yfirlit íslenskra vörumerkja frá ýmsum tímabilum. Saga íslenskra vörumerkja er stór þáttur íslenskrar hönnunarsögu sem ekki hefur verið fjallað um áður.

Í bókinni verður þverskurður merkja; þessi fallegu, tímalausu, gleymdu, úreltu, skrítnu og umfram allt sígildu.

 

 

 

 

 

Foríðumynd er úr einkaeing, aðrar ljósmyndir eru frá síðu hönnunarmiðstöðinnar. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search