Strákarnir á Þórunni Sveinssdóttir VE eru ávalt eldhressir, við fengum að líta við á vaktina hjá peyjunum.
Bátsmannsvaktin, sem var leidd af Árna Gunnarssyni bátsmanni er hér að taka trollið á Selvogsbankanum. Rúmlega 10 tonn voru í, blandaður afli. Skipstjóri í þessum túr er Gylfi Sigurjónsson.
Hlynur Ágústsson verðlauna ljósmyndari er einn af áhöfninni um borð og tók þessar snilldar myndir í dag. Það er búin að vera fínasta veiði hjá stráknum og stefna þeir í heimahöfn í löndun á morgun, miðvikudag.
Hlynur vann til fyrstu verðlauna í ljósmyndakeppni sjómanna 2020. Tígull óskar Hlyn innilega til hamingju með fyrsta sætið.

Myndatökumaður: Hlynur Ágústsson