- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Verði ljós!

Ef það er eitthvað sem við lærðum af heimsfaraldrinum hlýtur það að vera að hægt er að vinna fjölda starfa án staðsetningar. Það skiptir mig til að mynda ekki máli hvort ég sé í

Vestmannaeyjum eða í Reykjavík í þeirri vinnu sem ég er í. Það sama á við um marga í svipuðum störfum en til staðar þarf að vera örugg og góð tenging við netið.

Ár og öld finnst manni síðan höfuðborgarbúar voru tengdir við ljósleiðara. Einhverra hluta vegna vorum við Vestmannaeyingar látnir bíða og bíða og þrátt fyrir fögur fyrirheit um að hefja uppbyggingu ljósleiðara í Eyjum gerðist lítið sem ekkert svo árum skipti.

Tímabær lagning ljósleiðara

Það varð hins vegar breyting á því á síðasta ári þegar Vestmannaeyjabær ákvað að ekki yrði beðið lengur eftir sjálfsögðum og nauðsynlegum innviðum samfélagsins og stofnaði sitt eigið félag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Þar verður öllum heimilum í Vestmannaeyjum boðin tenging við kerfið þeim að kostnaðarlausu þegar framkvæmdir verða í viðkomandi hverfi bæjarins.

Lagning ljósleiðara í Vestmanna-eyjum er löngu tímabær framkvæmd og í raun ótrúlegt að ekki hafi verið farið af stað fyrr. Þetta er eitt af þeim fjölmörgu verkum sem ég er stoltur af frá síðustu fjórum árum. Ég trúi því að innan tveggja ára verði öll heimili í Vestmannaeyjum komin með bestu nettengingu sem völ er á. Það var markmiðið í upphafi og þangað eigum við að stefna.

Við erum farin af stað

Þetta verkefni er hafið – það er ástæðulaust að lofa þessu í einhverri stefnuskrá fyrir kosningar.

Það eina sem við þurfum að gera er að halda verkefninu áfram.

Halda áfram að gera góðan bæ enn betri.

Það ætlum við að gera!

 

Njáll Ragnarsson

Formaður bæjarráðs  og oddviti Eyjalistans

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is