Stelpurnar sigldu heim með bikarinn með 18.15 ferðinni í kvöld og að sjálfsögðu var vel tekið á móti þeim með flugeldasýningu og lófaklappi. Margir lögðu leið sýna á bryggjuna til þess að fagna með stelpunum. Ljósmyndarar Tíguls voru á svæðinu. Hér er myndasyrpa af móttökunni. Við viljum minna á að þau sem hafa áhuga á að fagna enn frekar með þeim að þá eru allir velkomnir á Háaloftið kl. 23:00 í kvöld. Áfram ÍBV!
Þriðjudagur 21. mars 2023