Vel mætt í Rökkurgönguna í gærkvöldi

Vel var mætt í Rökkurgönguna í gærkvöldi á vegum Krabbavarnar í Vestmannaeyjum en tæplega 40 manns mættu. Lagt var upp með tvær leiðir sem hægt var að velja um og eftir gönguna var hægt að kíkja í verslanir sem voru með kvöldopnun vegna Rökkurgöngunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi viðburður er haldinn og fannst félaginu tilvalið að hefja þetta á hlaupársdeginum með göngu og er nú Mottumars formlega hafinn. Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Í ár leggur félagið áherslu á gildi hreyfingar sem forvarnar gegn krabbameinum. Í Mottumars tökum við höndum saman í vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum og öflum um leið fjár fyrir mikilvægri starfsemi Krabbameinsfélagsins. Hægt er að lesa meira um átakið hér: MOTTUMARS

Blaðamaður Tíguls skellt sér með í gönguna og smellti af nokkrum myndum:

 

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search