Vel mætt á uppistand með Óla Bjarka | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Óli Bjarki

Vel mætt á uppistand með Óla Bjarka

Óli Bjarki hélt sitt fyrsta opinbera uppistand í kvöld og var það haldið í Eyjabíó. Vel var mætt á viðburðinn eða rúmlega 60 manns.

Óli Bjarki er mikill áhugamaður uppistanda og hefur verið með nokkur í gegnum árin m.a í Tónlistarskóla Vestmannaeyja þegar hann var yngri og nokkur stutt uppistönd hjá Framhaldsskóla Vestmannaeyja.

Hann stóð sig frábærlega, með skemmtilegar pælingar, frumlegur og gaman að heyra hvernig hann tvinnar kvikmyndaáhugann sinn í brandarana. Hann er ungur og efnilegur og það verður gaman fylgjast með honum í framtíðinni.

„Þetta er alveg eitthvað sem ég sé sjálfan mig gera og ég vona innilega að það verði tekið vel á móti þessu. Þetta er ekki of pólitískt af því ég er vonlaus í pólitíkinni, en þetta er alveg frekar fyndið efni og ég blanda öllum mínum helstu áhugamálum inn í þetta þannig að þetta hefur stílinn minn alveg vel stimplaðann yfir“ sagði Óli Bjarki í viðtali við Tígul í síðustu viku.

Tígull skellti sér á uppstandið og náði nokkrum myndum ásamt því að fá lánaðar frá Hólmgeiri Austfjörð.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd
Heimasíða 1000 Andlit komin í loftið – Landinn fjallar um verkefnið í næsta þætti á Rúv
Mögnuð heimildarmynd um einu sönnu Eyjabítlana
Sunnudagskólinn kl 11:00
Kiwanesmenn gáfu krökkunum á Sóla hjálma

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X