Þriðjudagur 5. desember 2023
Óli Bjarki

Vel mætt á uppistand með Óla Bjarka

Óli Bjarki hélt sitt fyrsta opinbera uppistand í kvöld og var það haldið í Eyjabíó. Vel var mætt á viðburðinn eða rúmlega 60 manns.

Óli Bjarki er mikill áhugamaður uppistanda og hefur verið með nokkur í gegnum árin m.a í Tónlistarskóla Vestmannaeyja þegar hann var yngri og nokkur stutt uppistönd hjá Framhaldsskóla Vestmannaeyja.

Hann stóð sig frábærlega, með skemmtilegar pælingar, frumlegur og gaman að heyra hvernig hann tvinnar kvikmyndaáhugann sinn í brandarana. Hann er ungur og efnilegur og það verður gaman fylgjast með honum í framtíðinni.

„Þetta er alveg eitthvað sem ég sé sjálfan mig gera og ég vona innilega að það verði tekið vel á móti þessu. Þetta er ekki of pólitískt af því ég er vonlaus í pólitíkinni, en þetta er alveg frekar fyndið efni og ég blanda öllum mínum helstu áhugamálum inn í þetta þannig að þetta hefur stílinn minn alveg vel stimplaðann yfir“ sagði Óli Bjarki í viðtali við Tígul í síðustu viku.

Tígull skellti sér á uppstandið og náði nokkrum myndum ásamt því að fá lánaðar frá Hólmgeiri Austfjörð.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is