Þriðjudagur 27. september 2022

Vel heppnuð árshátíð GRV í gærkvöldi – myndir

Árshátíð Grunnskóla Vestmannaeyja var haldin hátíðlega í gærkvöldi en það eru áttundi, níundi og tíundi bekkur sem halda árlega árshátíð GRV.

Einsi Kaldi sá um matinn og voru allir kátir með matinn. Uppistand, happadrætti, nokkur myndbönd og stuttmyndir voru meðal skemmtiatriða sem slógu rækilega í gegn.

Það er alltaf hefð fyrir því að kjósa í til hinna ýmsu titla og í ár var engin undantekning á því:

 • Tískulögga GRV 2021: Herborg Sindradóttir
 • Flippkisi GRV 2021: Jón Gunnar Sigurðsson
 • Bjartasta von GRV 2021: Júnía Eysteinsdóttir
 • Bros GRV 2021: Katla Arnarsdóttir
 • Tik Tikari GRV 2021: Íva Brá Guðmundsdóttir
 • Samloka GRV 2021: Íva Brá og  Mikki
 • Herra GRV 2021: Nökkvi Guðmundsson
 • Ungfrú GRV 2021: Katla Arnarsdóttir

Ungfrú GRV og Herra GRV eru þau Katla Arnarsdóttir og Nökkvi Guðmundsson
Ekki amarlegt að hafa mömmu með í kennaraliðinu, Hrafnildur Skúla með dóttur sinni Alexöndru Ósk
Einar Björn og Íris að græja eftirréttinn sem var keinuhringur með cremebrulee, ís og svo súkkulaðisósu yfir
Lið 8.bekkjar í spurningakeppni bekkjanna sem hefur staðið yfir í einhvern tíma í matsal skólans og hér réðust svo úrslitin, upp á sviði.
Ekki langt að sækja stríðnispúka-gening hér, en hann Ísak Héðinnsson að sjálfsögðu notaði tækifærið og rölti fyrir myndavélina þegar dömurnar voru búnar að stilla sér upp. 🙂
Þórður, Egill og Árni Þór, flottir vinir
Wanessa og Eva, Alexandra, fallegar vinkonur.

Kynnar kvöldsins stóðu sig eins og hetjur en það voru þau Oktavia og Reynir
Sigurdís, Rebekka og Kinga flottar vinkonur
Snilldar töffarar hér á ferð
Flottur vinkonuhópur
Sigurvegarar í spurningarkeppnni. 10.bekkur
Það er óhætt að segj að Jón Valgarð hafi átt sviðið með Pál Óskari
Vinirnir Páll Óskar og Jón Valgarð

 

Herborg Sindradóttir – Tískulögga GRV 2021

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is