Alls 250 skammtar voru seldir á kótilettukvöldi sem fór fram í gær
50 skammtar voru heimsendir og nokkrir ákváðu að mæta ekki en gáfu sinn hlut í málefnið. Vel var staðið að sóttvörnum.
Kótilettukapparnir sem stóðu að kvöldinu vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra sem lögðu málefninu lið.
Eins og hefur komið fram mun allur ágóði renna til Krabbavarnar hér í Vestmannaeyjum sem er því miður mikil þörf fyrir en um 40 einstaklingar eru nú í dag að nýta sér stuðning þeirra.
Á næsta fundi hjá Krabbavörn mun Pétur Steingríms og Gunni kokkur mæta með ágóðan og afhenta þeim, við munum greina frá því hver upphæðin er þá.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu sem Tígull tók.