Vel gengur að reisa nýju slökkvistöðina við Heiðarveg

11.11.2020

Á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær kom Friðrik Páll Arnfinnsson Slökkviliðsstjóri og fór yfir stöðuna á framkvæmdum nýju skökkviliðsstöðvarinnar.

Verkið er sem fyrr á áætlun, miðar vel áfram og í dag er staðan þessi:

 Allir límtrésbitar í sl.stöð komnir upp og festir.

 Allar þaksperrur í sl.stöð komnar upp, verið að vinna í lokafrágangi þ.e. endanlegum festingum loftun o.fl.

 Verið að slá upp og undirbúa að steypa á milli þaksperra. Austurhlið væntanlega steypt á morgun

 Búið er að steypa upp allt stigahúsið og flot undir garðvegg á N-hluta bílaplans

 Allar þaksperrur í stigahús komnar upp. Verið er að klára frágang svo hægt verði að steypa á milli þeirra í dag eða morgun.

 Festingar og leiðarar(undirkerfi) fyrir utanhússklæðningu er á leiðinni til eyja.

 Allri helstu uppsteypu í verkinu lokið. Aðeins er eftir að steypa á milli þaksperra(verður gert í vikunni), garðveggi og seinni gólfplötu.

 Búið að slípa niður 80-90% af veggjum og loftum í sl.stöð og gera klárt undir múr.

 Búið er að panta alla þakglugga, reyklúgur og iðnaðarhurðir

Nú þegar er búið að opna þak Þjónustumiðstöðvar að hluta á norður- og austurhlið vegna uppbyggingarinnar og á næstu dögum hefst svo vinna við að opna þakið enn meira og koma fyrir nýjum límtrésbitum og sperrum og tengja þökin saman.

Friðrik Páll Arnfinnsson Slökkviliðsstjóri.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search