Miðvikudagur 24. júlí 2024

Veiku gætu verið sendir heim – fylgjum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda

10.10.2020

Þór­ar­inn Guðna­son hjarta­lækn­ir gagn­rýn­ir þá sem hafa talað gegn sótt­varnaaðgerðum stjórn­valda og bend­ir á ástandið á Ítal­íu þegar það var sem verst í vor vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Mikil er ábyrgð þeirra sem leggja til óheftari smit í landinu og tala gegn okkar bestu sérfræðingum í smitvörnum, sem nú eiga undir högg að sækja í þjóðfélagsumræðu og hjá ákveðnum hópum.

Ég fylgdist með á Twitter gegnum ítalska kollega þegar ástandið á Ítalíu var sem verst í vor. Náttúruhamfarir, stríðsástand og svipuð orð ná ekki að lýsa ástandinu þar vel. Læknar sem höfðu minna að gera vegna ástandsins eins og meinafræðingar og bæklunarlæknar vour t.d. sendir út á bílaplan og látnir forgangsraða sjúklingum þar í bílum sínum.

Spuringarnar sem þeir spurðu sjúklinga voru bara tvær: Hvað ertu gamall og ertu með undirliggjandi sjúkdóma? Ef svarið var eldri en 60 ára eða já við því að hafa undirliggjandi sjúkdóm var hlutverk þessara lækna að snúa þeim einstaklingum við og vísa þeim frá yfirfullum spítalanum. Þeir voru sendir aftur heim til að deyja eða vona það besta. Þetta var öllum gríðarlega þungbært ástand, mikið þungbærara en afleiðingar sóttvarna sem þó eru ekkert grín, ég geri ekki lítið úr því.

Ég vona að við endum ekki þarna, það vill enginn ekki heldur þeir sem gagnrýna sóttvarnaraðgerðir. En ef ekki er hlustað á sérfræðingana okkar og ef álit þeirra og leiðbeiningar eru sveigð til eða hundsuð er það í alvörunni möguleg útkoma. Og það getur gerst á nokkrum dögum vegna veldisvarxtar smitanna.

Og að lokum þá getum við verið að tala um að það sé afi þinn, amma, faðir eða móðir eða jafnvel langveiki litli bróðir þinn eða frændi sem verður snúið við á bílaplani Landspítala í Fossvogi

Birt út frá facebooksíðu Þórarins Guðansonar. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Forsíðumynd/ Landspítalinn.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search