Farþegar athugið – Vegna siglinga 20-22.febrúar 2023
Mánudagur
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag, þar sem sjávarföll eru ekki hagstæð til siglinga í Landeyjahöfn.
Brottför frá Vestmannaeyjum kl: 17:00
Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45
Þeir farþegar sem ætla sér að nýta gistirými ferjunnar eru minntir á að þeir þurfa að koma með sinn eiginn búnað.
Þriðudagur og miðvikudagur
Herjólfur stefnir á að sigla til Landeyjahafnar þriðjudag og miðvikudag skv. eftirfarandi áætlun.
Ef gera þarf breytingu á áætlun, þá gefum við það út um leið og það liggur fyrir.
Þriðjudagur 21.febrúar 2023
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:00 17:00, 20:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:00, 10:00, 18:15, 22:00.
*Farþegar sem áttu bókað kl. 20:45 færast sjálfkrafa til 18:15.
Miðvikudagur 22.febrúar
Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 17:00, 20:00
Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 18:15, 22:00
* Farþegar sem áttu bókað kl. 20:45 færast sjálfkrafa til 18:15.
Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir faratæki í annarri hvorri höfninni.
Við viljum hvetja farþega sem þurfa að notast við Strætó að kynna sér áætlun Strætó á heimasíðu þeirra. Ekki er sjálfgefið að á meðan Herjólfur siglir skv. sjávarföllum að tenging Strætó passi við áætlun Herjólfs.