Pétur Steingrímsson og Gunnar Heiðar Gunnarson heimsóktu Gleðigjafana í dag og færðu þeim heldur betur veglega gjöf. Eins og þið munið þá var haldið flott kótilettukvöld um daginn og var mætingin þar algjörlega frábær og söfnuðust heilar 900.000 kr sem Gleðigjafarnir fá að gjöf. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa svona flottan stuðning og gefa Gleðigjöfunum möguleika á því að fara í skemmtilegt ferðalag saman næsta vor. Pétur og Gunni þið eruð gull af mönnum að standa að svona flottu kvöldi sem leiðir svona gott af sér.
Þriðjudagur 26. september 2023