Vegagerðin tilkynnir á heimasíðu sinni að þriðjudaginn 28.júlí kl 07:00 – 19:00 eigi að malbika þjóðveg 1 á milli Hveragerðis og Selfoss. Lokað verður á leið austur og verður hjáleið um Eyrabakkaveg. Umferð á leið vestur ekur meðfram vinnusvæði á þeirri akrein sem ekki er verið að malbika.
Merkingar og hjáleiðir verða.
Því er beðið farþega að leggja af stað tímalega til Landeyjahafnar og aka varlega.
sjá nánar á vegagerdin.is