Vatnsdeigsbollur

Næstkomandi mánudag er bolludagurinn og fannst okkur tilvalið að vera með vatnsdeigsbolluuppskrift sem kemur frá Eldhusperlur.com

 

VATNSDEIGSBOLLUR 101 

frá Eldhúsperlu Helenu – eldhusperlur.com

 

Hráefni:

300 ml vatn

100 gr smjör

4 tsk sykur

150 gr hveiti

4 egg (pískuð)

Gefur um það bil 24 bollur

 

Aðferð:

– Ofn hitaður í 200 gráður með blæstri. Deiginu sprautað eða sett með skeið á plötu (magn af deigi í hverja bollu ca. 1 msk) og bakað í 20-22 mínútur.

– Ef þið viljið stærri bollur er mikilvægt að lengja bökunartímann.

– Ofninn þarf að vera vel heitur áður en bollurnar eru settar inn. Það hefur reynst best að hafa stillt á blástur með yfir og undirhita og blússhita svo ofninn upp 200 gráður. Það þýðir ekkert að setja bollur inn í volgan ofn.

– Það þarf að bræða smjörið í vatninu og hleypa svo suðunni upp. Hella svo hveitinu út í á meðan potturinn er enn á heitri hellunni (á miðlungs hita).

– Hræra deigið meira en maður heldur að þurfi í pottinum (með sleif). Þá gerast töfrarnir. Á þessu stigi á deigið að losna vel frá hliðunum og vera fallega glansandi og þykkt og þá er það tekið af hitanum. Þetta tekur ca. hálfa mínútu.

– Deigið þarf að kólna aðeins áður en eggin eru sett út í. Það er nóg að það kólni niður í um 40 gráður. Eða þannig að þægilegt sé að snerta það með fingrunum.

– Píska eggin saman í skál áður og setja þau svo smám saman út í deigið, ca 2-3 msk í einu og hræra vel á milli. Stundum þarf ekki alveg öll eggin t.d. ef þau eru mjög stór. Ef of mikið er sett af eggi er hætta á að deigið verði of þunnt og þá lyfta bollurnar sér verr. Þetta er gert annað hvort með handafli, hrærivél eða handþeytara. Skiptir ekki öllu máli, bara hræra vel (það tekur samt vel á að gera þetta með handafli).

– Deigið á að vera mjúkt, glansandi og dálítið teygjanlegt þegar það er tilbúið og ekki of þunnt. Gott er að miða við að ef þið takið spaðann á hrærivélinni eða sleif, stingið í deigið og lyftið upp ætti það að mynda lítið V sem hangir niður af sleifinni en helst samt frekar stöðugt og lekur ekki mikið niður.

– Deigið er sett á bökunarpappír á plötu með góðu millibili 

(12 bollur á plötu) og sett inn í ofninn (sprautað eða sett með skeiðum, skiptir ekki öllu máli).

– Best er að baka bara eina plötu í einu. Þannig er hitinn jafnastur og deigið þolir vel að standa í skálinni á meðan bakstur stendur yfir.

– Aldrei undir neinum kringumstæðum freistast til að opna ofninn áður en bollurnar eru tilbúnar. Þær eiga að hafa lyft sér mjög vel og vera fallega gullinbrúnar.

– Gott er að stinga lítið gat á hverja bollu til að hleypa gufunni út. Þegar þær eru bakaðar. Þær halda hæð sinni stundum betur sé þetta gert.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search