Þriðjudagur 5. desember 2023

Vart hefur orðið við vertíðarfisk

11.02.2020

Ísfisktogarinn Smáey VE landaði fullfermi eða 70 tonnum í Vestmannaeyjum í morgun.

Aflinn var blandaður en mest var af karfa, ufsa og þorski. Sildarvinnslan.is ræddi stuttlega við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra þegar löndun var lokið og skipið var að láta úr höfn.

Fyrst var spurt hvar veitt hefði verið. „Við byrjuðum á Kötlugrunni og enduðum út af Ingólfshöfða. Það gekk ágætlega að veiða og þetta var stuttur túr, einungis þrír sólarhringar. Núna er gott veður, norðanátt og sléttur sjór, en hann spáir brælu á föstudag og laugardag. Við erum orðnir vanir brælum, allur janúar var vægast sagt hundleiðinlegur. Það hefur orðið vart við vertíðarfisk en hann er þó ekki kominn af neinum krafti. Hann hefur verið tiltölulega seint á ferðinni síðustu árin. Ég held að hann verði kominn fyrir alvöru eftir tvær til þrjár vikur. Höfnin hér í Vestmannaeyjum er full af síld núna og það virðist vera töluvert af síld við Eyjar. Síldinni fylgir mikið fuglalíf og það er tignarlegt að sjá súlurnar og skarfana sækja sér síld í matinn. Þetta er mikið sjónarspil,“ segir Birgir Þór.

Það er áhöfnin á Vestmannaey sem nú rær á Smáey en Vestmannaey er á Akureyri þar sem unnið er að lagfæringum á millidekki. Gerir Birgir Þór ráð fyrir að framkvæmdum við skipið verði lokið um miðja næstu viku.

Smáey VE landaði fullfermi í morgun.
Ljósm. Guðmundur Alfreðsson

Frétt er tekin frá svn.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is