Var ákveðinn strax í leik­skóla

22.06.2020

Sjó­manns­lífið hef­ur heillað margt ungt fólk í gegn­um tíðina, en þeir sem áhuga hafa á að leggja sjó­mennsk­una fyr­ir sig geta skráð sig í Skip­stjórn­ar­skól­ann og lært þar um hinar marg­vís­legu hliðar fags­ins.

Einn af út­skrift­ar­nem­end­um skól­ans í ár er hinn 18 ára gamli Ein­ar Berg­mann Daðason, en hann var skemmt­ana­stjóri nem­enda­fé­lags skól­ans á síðasta skóla­ári og er jafn­framt fyrr­ver­andi gjald­keri sama fé­lags.

Þegar 200 míl­ur slógu á þráðinn til Ein­ars var hann að sjálf­sögðu stadd­ur úti á sjó, nán­ar til­tekið á varðskip­inu Tý. „Ég var að út­skrif­ast á föstu­dag­inn síðasta og er núna í af­leys­ing­um á varðskip­inu sem há­seti. Það má segja að ég sé á milli skipa, þar sem ég er ekki kom­inn með neitt fast pláss í sum­ar,“ seg­ir Ein­ar.

Mesta reynslu hef­ur Ein­ar að eig­in sögn af störf­um um borð í farþega­ferj­um, skip­um eins og Breiðafjarðarferj­unni Baldri og Vest­manna­eyja­ferj­unni Herjólfi.

En hvenær kviknaði áhug­inn á sjó­mennsk­unni?

„Sjó­manns­fer­ill­inn hófst þegar ég fékk vinnu í eld­hús­inu á Baldri þegar ég var í ní­unda bekk og bjó í Stykk­is­hólmi. Svo var ég einnig að veiða bláskel og grá­sleppu á bát sem gerður var út frá Hólm­in­um.“

Þá seg­ist Ein­ar einnig hafa tekið nokkra túra á tog­ara.

Fjöl­skylda Ein­ars flutti til Vest­manna­eyja í hitteðfyrra og þar tók stjúp­faðir hans við sem skip­stjóri á Herjólfi. „Ég fylgdi hon­um bara um borð.“

Vegna veirunn­ar hef­ur Ein­ar ekki fengið pláss á Herjólfi nú í sum­ar, eins og upp­haf­lega stóð til. „Það setti strik í reikn­ing­inn.“

Störf­in sem Ein­ar vann á Herjólfi voru að hans sögn aðallega lest­un og af­ferm­ing skips­ins, einkum af bíla­dekki. „Svo var maður tals­vert í viðhalds­vinnu, að mála og halda öllu tipptopp.“

Lesa má allt viðtalið við þennan flotta eyjapeyja inn á mbl.is forsíðumyndin er frá instagram, feðgarnir á Herjólfi við vinnu.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search