Vandaður vefur fyrir fólk í leit að ástinni

Stefnumótavefurinn Makaleit.is er hannaður af Birni Inga Halldórssyni forritara og fór í loftið fyrir fyrir níu árum.

„Það er ótrúlegt að þessi vefur sé búinn að vera svona lengi í loftinu.“ segir Björn en á þessum tíma hafa ófáir Íslendingar fundið ástina. „Við söfnum frásögnum notenda sem við fáum leyfi til að birta nafnlaust á síðunni. Mér þykir mjög vænt um það þegar notendur senda mér línu og þakka mér fyrir vefinn. Það er góð tilfinning að hafa hjálpað svona mörgum úr einmannaleikanum.“ Ein af þeim sem ég held hvað mest upp á er frá eldri konu, sem sendi mér þessi skilaboð: „“Ég hitti strax mann. Það reyndist vera gamall vinur. Ekki kærasti. Við ætlum að halda jólin saman. Ég er ánægð og það er bara eins og við höfum alltaf þekkst. Þakka á hverjum degi fyrir að hafa sett inn auglýsingu. Takk fyrir mig. Einhverja tilfinningu hef ég þannig að við verðum alltaf saman. Dásamlegt.“ 

Þá eru þau ófá Makaleitar-börnin eins og ég kalla þau. Mér var eitt sinn boðið í mat til pars sem hafði fundið ástina á Makaleit.is og eignast tvö yndisleg börn. Það er mjög gefandi þegar maður fær staðfestingu að þessi vefur sé að færa öðrum ást og hamingju.

Það sem gerir Makaleit.is frábrugðin öðrum stefnumótavefjum er að engir textar eða myndir birtast fyrr en þeir hafa verið samþykktir af Makaleit. Vefurinn er því mun vandaðri en aðrir sambærilegir vefir. Hann segir það gerast mjög sjaldan að hann hafi þurft að eyða mynd. Það hafi gerst í mesta lagi 20 sinnum á níu ára tímabili. Einnig er mjög skýrt á síðunni þar sem notendur skrá sig að þetta sé ekki vefur fyrir þá sem eru að leita að skyndikynnum. 

Eitt af því sem Björn hefur lagt hvað mesta vinnu í að þróa er persónuleikapörunin. Þá svarar einstaklingurinn spurningum um persónuleika sinn, áhugamál og viðhorf til sambanda. Niðurstaðan er síðan keyrð saman við svör aðila af hinu kyninu og þannig getur fólk auðveldlega fundið aðra sem deila áhugamálum þeirra og lífsskoðunum. 

Björn Ingi segir að það sé mjög einfalt að skrá sig, það eina sem þurfi sé netfang. „Þegar skráningu er lokið þá getur notandi sett inn myndir, skrifað texta um sjálfan sig og svarað spurningum fyrir persónuleikapörun. Einnig velja notendur fyrir hvaða aldurshóp þeir vilja vera sýnilegir, en hægt er að vera sýnilegur einungis þeim sem hafa verið valdir sem vinir á Makaleit.is. Þá geta notendur sett inn vöktun og fá þá tölvupóst þegar það skráir sig nýr notandi á vefinn sem passar við þeirra óskir. Á vefnum er öflug leitarvél þar sem hægt er að setja alls konar leitarskilyrði, til dæmis áhugamál. Notendur senda svo hvor öðrum skilaboð inni á vefnum og kynnast þannig betur í öruggu umhverfi.

Það er vel við hæfa að enda á frásögn frá einni 79 ára gamalli konu: „Góðan dag, ég var svo heppin að finna manninn sem ég leitaði að mjög fljótt. Hafði verið ekkja í rúm sjö ár og var nú frekar vondauf um að einhver hefði áhuga á 79 ára gamalli konu. En viti menn, rak ekki á fjörur mínar ekkjumann sem hafði verið einn í rúm tvö ár, jafn gamall en kátur og hress og við ætlum að leiðast saman inní sólarlagið með viðkomu á Spáni. Takk kærlega Makaleit!“  

Hægt er að lesa fleiri frásagnir á makaleit.is 

Það kostar ekkert að skrá sig inn sem notanda en ef maður vill geta sent og lesið skilaboð kosti það 1.199 kr/mán.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is