Væri til í gott kaffispjall með Tolkien

Margrét Steinunn Jónsdóttir förðunarfræðingur sér um að hanna leikgervið í Spamalot verkinu sem sagt sér um förðun og hár leikaranna en einnig er hún meðstjórnandi í stjórn leikfélagi Vestmannaeyja.

Ásamt þessu er hún að vinna í að klára BA gráðu í bókmenntafræði með kynjafræði sem aukagrein og vinnur á leikskólanum Sóla. Hún er dóttir Helenu Jónsdóttur og Jóns Braga Arnarssonar. 

Fjölskylda þín:

Gift Birkir Helgasyni, saman eigum við tvo stráka, þá Hilmar Orra og Jóhann Bjart.

Hefuru verið lengi í þessum bransa?

Ég kynnist Leikfélagi Vestmannaeyja árið 2004 þegar var verið að setja upp Dýrin í Hálsaskógi og fékk þá leikhús-bakkteríuna. Ég hef verið viðloðandi við leikhúsið síðan þá með smá pásum inná milli en alltaf kem ég aftur. En hvað varðar förðunina þá útskrifaðist ég sem förðunarfræðingur 2016 en hef verið að sminka í leikhúsinu síðan 2009.

Hvað er skemmtilegasta verkefni sem þú hefur tekið að þér?

Þau eru nokkur sem standa uppúr, en þau tengjast öll leiklistarbransanum. Ég tók þátt í lokaverkefni með frænda mínum sem var að útskrifast úr Kvikmyndaskóla Íslands það var mjög skemmtilegt. Svo hef ég unnið í Borgarleikhúsinu sem var lærdómsríkt og gaman að kynnast vinnunni í atvinnu leikhúsi. Það er bara rosalega gaman að taka þátt í leikhúsuppsetningum. En mér þykir almennt mjög gaman að farða fyrir hvaða tilefni sem er og brúðarfarðanir standa þar uppúr.

Hvaðan færðu innblástur? 

Samfélagsmiðlar veita mikinn innblástur og förðunarfræðingar þar eru mjög aðgengilegir núna. Annars sæki ég mikinn lita innblástur í náttúruna hverju sinni.

Áttu þér eitthvað draumaverk sem þú myndir vilja taka að þér?

Ég er ótrúlega stolt af því að mér hafi verið treyst fyrir því að hanna leikgervið fyrir Spamalot, en það er alltaf gaman að takast á við nýjar áskoranir og ég væri alveg til í að takast á við verkefni eins og Cats þar sem leikgervið er mjög mikið.

Örfá orð um það sem þú hefur verið að bardúsa fram til þessa utan LV?

Fram til þessa hef ég verið í fæðingarorlofi með Jóhanni Bjarti sem er 10 mánaða, ég er þó að taka að mér farðanir líka við hvaða tilefni sem er.

Þín helstu áhugamál?

Leikfélagið og það sem því tengist skipa stóran hluta af mér núna. Annars er ég komin á þann stað að samvera með fjölskyldunni og vinum gefur mér lang mest.

Hverju ertu stoltust af?

Ég hef sjaldan verið jafn stolt af mér og þegar ég varð mamma. En annars er ég almennt mjög stolt af mér þegar ég stend með sjálfri mér og mínum ákvörðunum sem og þegar ég ögra sjálfri mér í nýjum verkefnum.

Hver er þín helsta fyrirmynd?

Ég held ég eigi ekki neina sérstaka fyrirmynd. Ég hef frekar verið að reyna að tileinka mér ákveðna eiginleika sem heilla mig í fari fólksins í kringum mig.

Ef þú ættir tímavél, til hvaða tíma myndiru vilja fara og afhverju?

Vá held að ég geti ekki valið það eru of mörg tímabil í mannkynssögunni sem ég væri til í að upplifa. En sagan af Grikklandi hinu forna og Rómaveldissagan hafa hins vegar alltaf heillað mig.

Eru einhverjar páskahefðir hjá ykkur? Ef já, þá hverjar?

Já og nei, við Birkir erum svolítið að skapa okkar hefðir, en páskarnir eru almennt mjög opnir. Ég er hinsvegar alin upp við Páskadags brunch og ég hef yfirfært það á okkur, ég býð þá vanalega öllum í  fjölskyldunum okkar sem eru í eyjum þá páskana. Þessa páskana held ég að við náum að vera öll saman, nema yngri bróðir minn og kærastan hans.

Ég hef líka falið páskaeggin hjá Birkir og Hilmari Orra því ég er alin upp við páskaeggjaleit. Birkir er það hinsvegar ekki og honum finnst ég ekki skemmtileg þegar ég fel hans egg, en ég ætla samt ekki að hætta því.

Hvaða ofurkrafti myndiru vilja búa yfir?

Ég mundi vilja vita ef fólk er að ljúga að mér.

Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?

Held það sé þegar ég ákvað að kynnast Birkir.

Hvaða fræga einstakling (lífs eða liðinn) í mannkynssögunni myndir þú vilja bjóða í kaffi og afhverju?

Ég væri til í að hitta Tolkien og eiga gott kaffispjall með honum um hans hugarheim innan bókmenntanna, en hann er minn uppáhalds erlendi rithöfundur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search