Væri til í að upplifa 80´s tímabilið

Emma Bjarnadóttir hefur ásamt Birtu Marinós, Guðrúnu Elfu og Önnu Maríu skipt dönsum verksins á milli sín þar sem þeir eru ofboðslega margir og mikil vinna á bakvið þá. Emma og Birta sömdum dansa saman og kenndum leikurunum í leiksýningunni Spamalot. Emma er með Bs gráðu í sálfræði og vinnur sem ráðgjafi hjá félagsþjónustunni. Einnig kennir hún dans í grunnskólanum og hjá fimleikafélaginu. Hún á tvö börn þau Emilíu Dís og Emil Gauta með manninum sínum Kalla. Blaðamaður Tíguls heyrði frá Emmu.

Hverra manna ertu?

Ég er dóttir Hafdísar Kristjáns og Dadda og á tvo yndislega stjúpforeldra, Palla hennar mömmu og Guðrúnu hans pabba. 

Hvernig kemur þú að leikritinu? 

Hefuru verið lengi í þessum bransa? Við Birta höfum báðar verið í mörg ár í leikhúsinu, við byrjuðum báðar ungar að taka þátt í barnaleikritum og tókum þátt í öllum þeim verkum sem við áttum tök á að vera með í s.s Blái Hnötturinn, Mamma Mia, Grease og einnig leikhústónleikum.

Hvað er skemmtilegasta verkefni sem þú hefur tekið að þér?

Ég hef tekið mikið af skemmtilegum verkefnum að mér, ég sá t.d. um Sumarstúlkuna þegar ég var tvítugsaldri sem að var ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Núna nýlega vorum við Birta leiðbeinendur í valfagi í GRV þar sem við fórum með hæfileikaríkan hóp af krökkum til Þorlákshafnar og þau kepptu fyrir hönd GRV í hæfileikakeppninni Skjálftinn með atriði sem krakkarnir bjuggu til sjálf.

Hvaðan færðu innblástur? 

Ég horfi mikið á dansa á youtube og TikTok og nýti mér þá miðla óspart við að pússla saman dönsum.

Áttu þér eitthvað draumaverk sem þú myndir vilja taka að þér?

Ójá, ég held ég tali fyrir okkur Birtu báðar, við eigum það sameiginlegt að dreyma um að það verði sett aftur upp Hárið og svo Moulin Rouge! Þessi tvö leikrit eru með tónlist sem væri ótrúlega gaman að hanna dansa við. 

Örfá orð um það sem að þú hefur verið að bardúsa fram til þessa utan LV? 

Við Birta ásamt vinkonu okkar Agnes Líf höfum verið með námskeið sem er einmitt sprottið út frá reynslu okkar í leikhúsinu og úr námi okkar í sálfræðinni og þroskaþjálfanum. Það snýst um að efla sjálfstraustið og að auka hugrekki sem leikhúsið gerði að miklu leyti fyrir okkur allar. 

Við höfum einmitt verið að vinna að því að finna tíma fyrir nýtt námskeið sem verður auglýst á næstunni.

Þín helstu áhugamál? Ætli það sé ekki dans og fimleikar.

Hverju ertu stoltust af? Auðvitað af fjölskyldunni minni sem ég er ótrúlega þakklát fyrir og hefur þolinmæði fyrir mér og öllum mínum spennandi hugmyndum. En svo er ég líka ótrúlega stolt af okkur vinkonunum og litla barninu okkar Hugrökkum stelpum. 

Hver er þín helsta fyrirmynd? 

Foreldrar mínir sem eru öll svo ótrúlega dugleg. Öll sem eitt. Þau láta enga stiga eða tröppur hindra sig og koma því í verk sem þau ætla sér og gera það vel. Þau eru góð, hvetjandi og styðja við sína, ég vona að ég verði jafn frábær og þau þegar ég verð stór.

Ef þú ættir tímavél, til hvaða tíma myndiru vilja fara og afhverju? 

Ég held það sé 80´s tímabilið, ég væri til í að upplifa þann tíma.

Eru einhverjar páskahefðir hjá ykkur? Ef já, þá hverja? Ekki beint nein hefð en við leitum af páskaeggjum á páskadag og borðum góðan mat um kvöldið. Svo reynum við bara að nýta páskana í góðar fjölskyldustundir.

Hvaða ofurkrafti myndiru vilja búa yfir? Lesa hugsanir. 

Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið?

Að flytja til Tenerife með ekkert plan nema að það markmið að fá vinnu í animation teami á Iberostar hóteli. 

Hvaða fræga einstakling (lífs eða liðinn) í mannkynssögunni myndir þú vilja bjóða í kaffi og afhverju? 

Ed Sheeran því hann er Ed Sheeran.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search