Sunnudagur 25. febrúar 2024

Úttektin mun ekki einskorðast við dýpi Landeyjahafnar

Á bæjarráðsfundi í dag voru rædd nýsamþykkt þingsályktunartillaga um úttekt í Landeyjahöfn. Samkvæmt tillögunni er miðað við að henni verði lokið eigi síðar en 31. ágúst 2020.

Um er að ræða óháða úttekt á höfninni svo að unnt sé að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að tryggja heilsárshöfn í Landeyjum.

Úttektin mun ekki einskorðast við dýpi Landeyjahafnar. Litið verður til þeirrar reynslu sem komin er af siglingu nýs Herjólfs í Landeyjahöfn til athugunar á því hvaða aðrir þættir, svo sem samspil vinda og sjólags, gætu takmarkað nýtingu hafnarinnar. Þá þyrfti að gera tillögur að úrbótum reynist svo vera.

Bæjarráð fagnar því að Alþingi skuli hafa samþykkt að ráðast í óháða úttekt á Landeyjahöfn og skorar á samgönguráðherra að hefja hana sem fyrst, enda gert ráð fyrir að niðurstöður úttektarinnar liggi fyrir í lok næsta sumars.

Í bókun frá meirihluta bæjarráðs segir: Að þau fagni nýsamþykktri þingsályktunartillögu og lýsi yfir ánægju að hún komi til framkvæmda. Úttektin er löngu tímabær þar sem frá 2010 hefur ýmsu verið ábótavant og núverandi meirihluti í bæjarstjórn lagt ríka áherslu á að bætt verði úr. Landeyjahöfn er og verður mikilvæg samfélaginu í Vestmannaeyjum. Meirihluti þakkar þeim þingmönnum Suðurkjördæmis sem komu að þingályktunartillögu og þeim þingmönnum sem studdu hana.
Jóna Sigríður Guðmundsóttir og Elís Jónsson

Í bókun frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að hún fagni samþykkt þingsályktunartillögu um úttekt á Landeyjahöfn og bindur vonir við að með nýrri ferju og bættum skilyrðum í Landeyjahöfn haldi höfnin áfram að vera sú samgöngubylting sem hún hefur verið samfélaginu og þakkar þingheimi samþykkt hennar.
Hildur Sólveig Sigurðardótti.

Forsíðumyndina tók hann Halldór Ben

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search