19.12.2020
Útskriftarnemendur og fjölskyldur, samstarfsfólk, góðir áheyrendur
Kæru útskriftarnemar, ég vil óska ykkur innilega til hamingju með daginn og þann árangur sem þið fagnið í dag. Útskriftarathöfnin er langt frá því að vera með hefðbundnu sniði, en kannski erum við að verða vön því og það sé bara venjulegt að allt sé gert með öðrum hætti en áður og að fyrirvari á breytingum sé gjarnan stuttur.
Þessi dagur er hátíðardagurinn ykkar, gleðidagur og þið sem voruð að útskrifast hafið lagt hart að ykkur í náminu og staðið ykkur vel. Ég sakna þess að við séum ekki öll saman á salnum, sakna þess að geta ekki tekið í höndina á ykkur og óskað ykkur til hamingju. En þegar þið lítið til baka þá munuð þið ávallt muna eftir þessum sérstæða tíma og þó að þetta hafi ekki verið auðvelt, þá komið þið sterkari út úr þessum aðstæðum. Ég er stolt af ykkur, vel gert að útskrifast á árinu 2020.
Það má með sanni segja að nemendur Framhaldsskólans búi yfir seiglu.
Þetta er aðeins byrjunin á færðu skólameistar Helgu Kristínar en alla ræðuna er hægt að hlusta á svo í myndbandinu hér fyrir neðan.
Viðurkenningar haust 2020
Þórhildur Örlygsdóttir viðurkenning fyrir góðan árangur í dönsku á stúdentsprófi gefin af danska sendiráðinu.
Þráinn Jón Sigurðsson viðurkenning fyrir mjög góðan árangur í íslenskum bókmenntum gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Guðný Ósk Jónsdóttir viðurkenning fyrir góðan árangur í félagsgreinum gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Kristófer Tjörvi Einarsson viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum gefin af Háskólanum í Reykjavík.
Óliver Daðason viðurkenning fyrir mjög góðan árangur í sérgreinum húsasmíðabrautar gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Iasmina-Sorina Draganescu viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi, meðaleinkunn 8,9 gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Kristófer Tjörvi Einarsson viðurkenning fyrir mjög góðan árangur á stúdentsprófi, meðaleinkunn 9,0 gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.
Í dag útskrifar FÍV 24 nemendur af sex mismunandi brautum. Þau eru:



















