Útskriftarnemendur haust 2020 – myndir og myndband af útskrift hér

19.12.2020

Útskriftarnemendur og fjölskyldur, samstarfsfólk, góðir áheyrendur

Kæru útskriftarnemar, ég vil óska ykkur innilega til hamingju með daginn og þann árangur sem þið fagnið í dag.  Útskriftarathöfnin er langt frá því að vera með hefðbundnu sniði, en kannski erum við að verða vön því og það sé bara venjulegt að allt sé gert með öðrum hætti en áður og að fyrirvari á breytingum sé gjarnan stuttur.   

Þessi dagur er hátíðardagurinn ykkar, gleðidagur og þið sem voruð að útskrifast hafið lagt hart að ykkur í náminu og staðið ykkur vel. Ég sakna þess að við séum ekki öll saman á salnum, sakna þess að geta ekki tekið í höndina á ykkur og óskað ykkur til hamingju. En þegar þið lítið til baka þá munuð þið ávallt muna eftir þessum sérstæða tíma og þó að þetta hafi ekki verið auðvelt, þá komið þið sterkari út úr þessum aðstæðum. Ég er stolt af ykkur, vel gert að útskrifast á árinu 2020.

Það má með sanni segja að nemendur Framhaldsskólans búi yfir seiglu. 

Þetta er aðeins byrjunin á færðu skólameistar Helgu Kristínar en alla ræðuna er hægt að hlusta á svo í myndbandinu hér fyrir neðan.

Viðurkenningar haust 2020

Þórhildur Örlygsdóttir viðurkenning fyrir góðan árangur í dönsku á stúdentsprófi gefin af danska sendiráðinu.

Þráinn Jón Sigurðsson viðurkenning fyrir mjög góðan árangur í íslenskum bókmenntum gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Guðný Ósk Jónsdóttir viðurkenning fyrir góðan árangur í félagsgreinum gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Kristófer Tjörvi Einarsson viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum gefin af Háskólanum í Reykjavík.

Óliver Daðason viðurkenning fyrir mjög góðan árangur í sérgreinum húsasmíðabrautar gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Iasmina-Sorina Draganescu viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi, meðaleinkunn 8,9 gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Kristófer Tjörvi Einarsson viðurkenning fyrir mjög góðan árangur á stúdentsprófi, meðaleinkunn 9,0 gefin af Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Í dag útskrifar FÍV 24 nemendur af sex mismunandi brautum. Þau eru:

Andri Kristinsson Húsasmiðabraut
Andri Steinn Sigurjónsson Stúdentsbraut- náttúruvísindalína
Árni Fannar Bæron Gerhardsson Stúdentsbraut- félagsvísindalína
Eydís Ósk Þorgeirsdóttir Stúdentsbraut- félagsvísindalína og Daníel Orri Þorgeirsson Stúdentsbraut- náttúruvísindalína
Brigitta Kristín Bjarnadóttir Stúdentsbraut- félagsvísindalína
Díana Hallgrímsdóttir Stúdentsbraut- félagsvísindalína
Eyþór Ágústsson Stúdentsbraut- náttúruvísindalína
Guðný Ósk Jónsdóttir Stúdentsbraut- félagsvísindalína
Iasmina-Sorina Draganescu Stúdentsbraut- náttúruvísindalína
Iliyan Nikolaev Damyanov Stúdentsprófsbraut- opin lína
Kristófer Tjörvi Einarsson Stúdentsbraut- náttúruvísindalína
Óliver Daðason Húsasmiðabraut og Viðbótarnám til stúdentsprófs
Páll Eiríksson Stúdentsbraut-náttúruvísindalína

 

Sigurður Ragnar Steinarsson Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Snorri Geir Hafþórsson Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Sæþór Páll Snædal Jónsson Stúdentsbraut-náttúruvísindalína
Tanya Rós Jósefsd. Goremykina Stúdentsbraut-félagsvísindalína
Þórhallur Orri Steinsson Húsasmiðabraut og Viðbótarnám til stúdentsprófs
Þórhildur Örlygsdóttir Stúdentsbraut-náttúruvísindalína
Þráinn Jón Sigurðsson Stúdentsbraut-félagsvísindalína

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search