Miðvikudagur 17. júlí 2024

Útskriftarnemendur FÍV vorið 2024 – myndir

Í dag útskrifuðust tuttugu og sjö nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum

Það er alltaf hátíðlegt að mæta á útskrift hjá FÍV. Uppábúnar fjölskyldur fagna með duglegum nemendum. Í dag útskrifast tuttugu og sjö nemendur.

Fyrir fjörutíu árum útskrifuðustu fyrstu nemendur FÍV sem voru tólf alls, fimm þeirra mættu í dag og fögnuðu áfanganum með útskriftarnemum. Sigmar Þröstur Óskarsson var einn þeirra og flutti hann stutta ræðu í tilefni þess, má lesa hana hér neðar í fréttinni.

Tígull óskar útskriftarnemum öllum innilega til hamingju með þennan flotta áfanga í lífinu og óskar þeim vel gengis í framtíðinni.

Hér eru þau sem hlutu viðurkenningar:

Akademía ÍBV og FÍV

 • Andrés Marel Sigurðsson – 4 annir
 • Kristján Ingi Kjartansson – 5 annir
 • Inga Dan Ingadóttir – 3 annir
 • Jón Grétar Jónasson – 3 annir
 • Arnar Berg Arnarson – 1 önn
 • Sara Dröfn Richardsdóttir – 1 önn

Akademía GV og FÍV:

 • Arnar Berg Arnarson – 5 annir hlýtur viðurkenningu frá Golfklúbbi Vestmannaeyja.

Sjúkraliðafélag Vestmannaeyja

Fjóla Sif RÍharðsdóttir og Hjördís Kristinsdóttir ávörpuðu nýútskrifaða sjúkraliða og gesti og veittu viðurkenningu:

 • Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir
 • Guðmunda Magnúsdóttir
 • Guðný Bernódusdóttir (ekki viðstödd)
 • Guðný Erla Guðnadóttir
 • Heiðrún Rut Baldursdóttir
 • Íris Eir Jónsdóttir
 • Sandra Örvarsdóttir

Danska sendiráðið – veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í dönsku

 • Anna María Lúðvíksdótti
 • Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir

Sögufélagið – veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í sögu á stúdentsprófi

 • Katla Arnarsdóttir

Drífandi stéttarfélag veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir félagsstörf

 • Berta Sigursteinsdóttir
 • Inga Dan Ingadóttir
 • Rakel Rut Friðriksdóttir
 • Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir

Skólinn veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í spænsku.

 • Anna María Lúðvíksdóttir

Landsbankinn veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í íslensku

 • Anna María Lúðvíksdóttir

Skólinn veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í listgreinum

 • Bertha Þorsteinsdóttir

Skólinn veitti eftirfarandi viðurkenningu fyrir mjög góðan heildarárangur í félagsvísindagreinum á stúdentsprófi.

 • Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir

Háskólinn í Reykjavík veitir viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í raungreinum.

 • Anna María Lúðvíksdóttir

Menntaverðlaun Háskóla Íslands eru veitt framhaldsskólanemum sem sýnt hafa framúrskarandi árangur á stúdentsprófi, með meðaleinkunn 8,75 eða hærra. Einn hlaut þá viðurkenningu hjá FÍV í dag

 • Anna María Lúðvíksdóttir

Skólinn veitti eftirfarandi viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi

 • Anna María Lúðvíksdóttir
 • Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir

Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Húfurnar settar upp
Jón Grétar Jónasson flutti útskriftarræðu fyrir hönd nemenda.
Sjúkraliðar útskirfaðir.
Anna María Lúðvíksdóttir og Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir hlutu meðal annars viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur á stúdentsprófi.
Sigmar Þröstur Óskarsson við fluttning ræðu sinnar.
Fimm af tólf stúdentum sem útskrifuðust fyrir fjörtíu árum.
Útskriftarnemendur vor 2024
Hér sjáum við stoltan föður halda á viðurkenningum dótturinnar. Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir hlaut nokkrar viðurkennigar. Við þökkum einnig Sigurjóni fyrir að passa upp á krakkana á göngum skólans en hann er húsvörður FÍV.

Ræðar Sigmars Þrastar:

Fyrir 40 árum þá útskrifuðust 12 manns í fyrsta skiptið sem Stúdent í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum.

Þetta voru Ásta Guðmundsdóttir, Katrín Alfreðsdóttir, Margrét Traustadóttir, Sigurlín Sigurjónsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirs, Valgerður Bjarnadóttir, María Vilhjálmsdóttir, Unnur Elíasdóttir, Guðrún Kristmanns, Rut Haralds, Erlendur Bogason og Sigmar Þröstur Óskarsson.

Það má segja að við höfum verið brautryðjendur sem nemendur að ná þessum áfanga og við náðum þessu með góðri hjálp þeirra sem unnu við FÍV á þessum tíma 1984. Og vil ég sérstaklega minnast Skólastjóranna Gísla H. Friðgeirssonar og Ólafs H. Sigurjónsson. Vil ég meina að þeir hafi gert kraftaverk með ungan skóla og hefur hann blómstrað síðan. Mér er minnisstætt að Gísli talaði um að „menntun væri lífsgæði“ og Óli sagði við okkur í útskrift.

“ að með því að ná hvítu húfuni, þá væri það sönnun þess að við getum lært, og við getum lært allt sem okkur dreymdi um“

Ég og Erlendur tókum hann á orðinu og Erlendur varð frægur kafari sem klappaði þorskinum í Eyjafirði, en ég afturámóti fór í fiskimannin og veiddi þorskin hans.
Einnig voru kennararnir frábærir við skólann og maður fann hvað þeir studdu okkur 100% til að ná okkar prófum og áföngum.

Við 84 stúdentar skemmtum okkur vel saman á fyrstu dimmiteringunni í Eyjum fyrir 40 árum og einnig í útskriftinni sem var mjög vegleg. 10 Stelpur og 2 peyjar.

Einnig komum við saman fyrir 20 árum 2004 í útskrift í FíV. Núna endurtökum við nokkur úr hópnum og mætum nú 40 árum seinna.

Frá þessum tíma hefur ýmislegt breyst eins og við getum séð ( taka ofan húfu ), en ást okkar á FÍV hefur ekki dvínað og sem dæmi er ég með 5 Framhaldsskólapróf.(verslunarpróf, vélavarðarpróf, 1 stig og 2 stig stýrimanninn og svo Stúdentinn) Og er að pæla að skrá mig í smiðinn eða múrarrann !!

Við 84 hópurinn óskum nýstúdentunum til hamingjum með áfangann og vonandi hittumst við eftir 5 ár á sama stað, því þá verður FíV 50 ára.

Einnig óskum við Eyjamönnum til hamingju með frábærann og fjölbreyttan skóla sem á vonandi eftir að starfa sem lengst.

Takk fyrir okkur ’84 í FÍV

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search