Úthlutun á norsk-Íslensku síldinni

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað 111.469 tonna veiðiheim­ild­um í norsk-ís­lenskri síld á grund­velli afla­hlut­deilda og eru ell­efu út­gerðir hand­haf­ar slíkra afla­heim­ilda, en fjór­ar út­gerðir eru sam­an­lagt með 63,7% afla­hlut­deild í teg­und­inni. Frá þessu er greint á sjávarútvegsvef Morgunblaðsins 200 mílum.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Fiski­stofu: er þessu skipt svona:

Ísfé­lag Vest­manna­eyja fær út­hlutað mest eða því sem nem­ur 22.464 tonn­um sem er 20,2% af afla­mark­inu.

Síld­ar­vinnsl­an fær 21.198 tonn eða 19%

Brim fær 15.722 eða 14,1%

Sam­herji fær 11.617 tonn eða 10,4%

Skinn­ey-Þinga­nes er með fimmtu stærstu hlut­deild­ina og nem­ur hún 9% eða 10.000 tonn­um.

Eskja fær 9.556 tonn eða 8,6%

Vinnslu­stöðin fær 7.598 tonn eða 6,8%

Hug­inn fær  5.182 tonn eða 4,6%

Gjög­ur fær 5.005 tonn eða 4,5%

Út­gerðin Run­ólf­ur Hall­freðsson er með tí­undu stærstu hlut­deild­ina 2,4% eða 2.623 tonn.

Loðnu­vinnsl­an rek­ur lest­ina með 504 tonn og 0,5% hlut.

Forsíðumynd er af Huginn VE  við löndun í fyrra.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search