- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Út í sumarið, félagsstarf fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum

Næsti viðburður verður miðvikudaginn 29. Júní og verður auglýstur þegar nær dregur. Endilega takið daginn frá segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.

Fyrsti viðburður ,,Út í sumarið“ byrjaði á Skansinum. Þar sagði Gunnar Ingi hjá Viking Tours okkur frá fyrirtækinu og hvernig það er búið að vaxa að undanförnu. Einnig sagði hann okkur margar skemmtilegar sögur og var mikið hlegið.

Veðrið lék við okkur og var gengið frá Skansinum og niður á Vigt með viðkomu í Visku. Í Visku var skoðaður gamall árabátur og farið yfir sögur frá þessum tíma og þær breytingar sem hafa átt sér stað. Eftir þetta var vel tekið á móti okkur á Vigtin Bakhús þar sem boðið var upp á kaffi, dýrindis nýbakaðar kleinur, vínarbrauð og skemmtilegt spjall. Rúmlega 30 manns tóku þátt í viðburðinum.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is