30.06.2020
„Út í sumarið“ 67 ára og eldri / Útijóga og kakó á Skansinum í dag kl. 14
Verkefnið „Út í sumarið“ sem Vestmannaeyjabær er með í sumar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14 fyrir eldri borgara fór vel af stað í síðustu viku. Kristín Jóhannsdóttir tók á móti hópnum í Eldheimum og fór yfir safnið.
Í dag þriðjudag kl 14 verður útijóga með Helen á Skansinum. Við hvetjum eldri borgara til að fara út fyrir boxið og prófa eitthvað nýtt. Það þarf ekki að hafa áhyggjur af liðleika, þetta verður svokallað “stólajóga” og hver og einn gerir það sem hann getur.
Eftir jógað verður boðið upp á kakó.
Á fimmtudaginn kl. 14 verður farið í rútu- og menningarferð með Vikingtours „Gerumst túristar á eigin eyju“. Mæting á planið við gamla ráðhúsið.
Birt á vef Vestmannaeyjabæjar.