Út fyrir bókina – ný heimasíða utfyrirbokina.is

26.11.2020

Á mánudaginn á degi íslenskrar tungu opnuðu þær Snjólaug Árnadóttir og Unnur Líf Ingadóttir heimasíðu sem heitir Út fyrir bókina. Þær hafa haldið úti facebook síðu með lifandi og skemmtilegum verkefnum sem miða að því að fara með kennsluna „út fyrir bókina“. En þær eru báðar kennarar í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Á heimasíðu Vestmananeyjabæjar er greint frá þessu ásamt því að bærinn óskar þeim innilega til hamingju með þessa flottu heimasíðu og hvetjur bæjarbúa til að skoða hana hér: https://utfyrirbokina.is/
Í vikunni kom einnig út íslensk/pólsk barnaorðabók sem Marta Sigurjónsdóttir sérkennari var að gefa út, GRV fékk eintak að gjöf og þessi bók á eftir að nýtast vel í nýbúakennslu í skólanum og vonandi í fleiri skólum.
Bæði þessi verkefni fengu styrk frá Vestmanneyjabæ, en í ár var stofnaður þróunarsjóður leik- og grunnskóla til að stuðla að þróunar -og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum.
Einnig fékk verkefnið, Út fyrir bókina hvatningarverðlaun fræðsluráðs fyrr í sumar.
Afrakstur þessara kennara sýnir hversu mikilvægt framtak það er að styðja við og hvetja áfram það góða starf sem fram fer í grunn- og leikskólum Vestmannaeyjabæjar.
Snjólaug, Unnur, Marta og Elís

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search