27.03.2020
Það er mikilvægt að vera með það á hreinu að þegar grunur er um smit og einstaklingur fer í sýnatöku að þá er hann og þeir sem hafa verið nálægt honum síðan einkenni byrjuðu komnir í úrvinnslukví.
Um leið og niðurstöður koma er svo næsta skref tekið sem er þá ef sýni reynist jákvætt hjá viðkomandi = einangrun og allir aðilar sem viðkomandi var nálægt síðasta sólahring komnir í sóttkví.
Sonur blaðamanns Tíguls stóð sig eins og hetja í sýnatöku í dag og bíðum við eftir niðurstöðum úr þeirri sýnatöku sem væntanlega er á morgun eftir hádegi.
Mikið hrós á flotta starfsfólk HSU, eins og sjá má á myndum hér að neðan þá var fyrst útskýrt vel fyrir Þór hvernig þetta færi fram svo var tekið sýni. Þór var hörku duglegur og fór bara næstum að gráta en var svo bara ánægður að losna við stífluna úr nefinu við þetta að hans sögn.