Úrslit úr handboltaleikjum ÍBV í dag – myndband og myndir

22.02.2020

ÍBV stelpunar í handboltanum tóku á móti Stjörnunni í dag og unnur flottan sigur í miklum baráttuleik, lokatölur leiksins voru 27 -25.

Okkar stelpur byrjuðu leikinn mun betur og voru m.a. yfir 8-2 og svo 12-7 en svo gáfu Stjörnustelpur í og staðan í hálfleik var 13-12. Í síðari hálfleik voru ÍBV svo með yfirhöndina mest allan tímann og sigldu heim flottum sigri að lokum.

Fyrir leik leiddu stelpurnar í 7.flokki kvenna liðið inná, en í kjölfarið komu þær sér fyrir í stúkunni og sáu um frábæra stemningu í húsinu allan leikinn. Þær hafa nú verið nefndar Hvítu valkyrjurnar og er nærveru þeirra óskað á öllum leikjum hér eftir!

Ásta Björt var markhæst, eins og oft áður með 8 mörk, Kristrún 5, Sunna og Bríet 4, Harpa Valey 3, Karolina 2 og Sandra Dís 1. Darija var frábær í markinu í dag og verði 17 skot (40,5% markvarsla) en hún var einmitt valin maður leiksins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Dariju, Kráar-leikmann dagsins ásamt Kráar-stuðningsmanni dagsins Braga Steingrímssyni!

Þessi sigur var gífurlega mikilvægur í baráttunni um 4.-7.sæti í Olísdeildinni. Næsti leikur hjá liðinu er úti gegn HK næsta laugardag kl.16:00 og hvetjum við fólk til að fjölmenna.

Það vour hvítuvalkyrjurnar héldu uppi stemmingunni í stúkunni í dag.

Aðrir leikir i dag i handboltanum voru þessi og úrslit þeirra.

kl 12:00 4.kv. 1.deild ÍBV – HK 2 – Lokatölur 24 -13

Markaskorarar ÍBV1 gegn HK2:
Helena Jóns 9, Þóra Björg Stefáns 7, Sara Ríkharðs og Amelía Dís Einars 3 og Elísa Elíasar 2.

kl 13:15 4.kv. 2.deild ÍBV 2 – HK 4 – Lokatölur 22 – 15

Markaskorarar ÍBV 2 gegn HK 4:
Sara Ríkharðs 7, Sunna Daða, Katla Arnars og Berta Sigursteins 4 hver og Amelía Dís Einars 3.

Í borginni
kl 16:00 4.kk Eldri Digranes ÍBV – Þór Ak. Lokatölur 40-26

Markaskorar ÍBV:
Karl Örlygs 10, Andrés Marel Sigurðs 7, Elmar Erlings 6, Adams Sigfúsar 5, Birkir Haralds 4, Hinrik Heiðars og Daníel Franz Davíðs 3 og Dagur Einars og Jón Bjarki Birkis 1.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search