05.06.2020
Alls tóku 128 kylfingar þátt í mótinu í dag en aðstæður voru gífurlega krefjandi vegna vinds. Spilað var í þremur flokkum og voru glæsileg verðlaun veitt.
Sigurvegari annars flokks var Andri Erlingsson, í öðru sæti var Sævald Páll Hallgrímsson og í þriðja sæti var Ágúst Ómar Einarsson,
Sigurvegari í fyrsta flokki var Karl Jóhann Örlygsson en hann varði titil sinn frá því í fyrra, í öðru sæti var Sigurjón Pálsson og í þriðja sæti Katrín Harðardóttir.
Einnig var keppt í sjómannaflokki, sigurvegari flokksins var Hjalti Einarsson, Í öðru sæti var Ólafur Vignir Magnússon og í þriðja sæti Jóhann Gunnar Aðalsteinsson.
Verðlaun fyrir besta skor hlutu Júlíus Hallgrímsson og Daníel Ingi Sigurjónsson.
Golfklúbburinn vill þakka kærlega fyrir veglegan stuðning fyrirtækja sem stóðu að mótinu.

Glæsilegir vinningar í mótinu.