Laugardagur 24. september 2022
umferðaljós

Úrbætur gerðar í umferðinni

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í vikunni lagði skipulagsfulltrúi fyrir ráðið umsagnir umferðarhóps frá fundi dags. 8. september 2022. Umferðarhópur fjallaði m.a. um erindi um:

 • Umferðarhraða og öryggi við Hilmisgötu.
  Ráðið samþykkir að fá umferðarsérfræðing til að hanna þrengingar og leiðir fyrir gangandi og keyrandi vegfarendur á Hilmisgötu.

 • Ljós og umferðaröryggi á gatnamótum Kirkjuvegs og Heiðarvegs.
  Ráðið samþykkir að haft verði samband við Vegagerðina vegna gatnamóta við Kirkjuveg og Heiðarveg og að þar verði sett upp hraðahindrun sem allra fyrst.

 • Hraðakstur og staðsetningu umferðarþrenginga við Heimagötu.
  Ráðið samþykkir að endurskoða staðsetningu þrenginga við Heimagötu og gera umferðarmælingu.

 • Bílastæði við Strandveg 71.
  Ráðið samþykkir að leyfa stöðvun bifreiða við Strandveg 71.

 • Útkeyrslu af bílastæði við Strandveg 63.
  Ráðið samþykkir að bera undir sérfræðing lausnir fyrir útkeyrslur þar sem er takmörkuð vegsýn.

 • Bílastæði við útsýnispall á vestur á Hamri – þar sem er nauðlending fyrir þyrlur.
  Ráðið samþykkir að setja upp merkingar um tímabundna stöðvun við bílastæði út á Hamri.

 • Umferðaröryggi og aðgerðir vegs í Stórhöfða.
  Ráðið samþykkir að hafa samand við Vegagerðina vegna vegs í Stórhöfða.

 • Umferðarforgang við veg í Sprönguna.
  Ráðið samþykkir að setja upp biðskildu við veg sem liggur í Sprönguna.
 • Hámarkshraða og umferðarmerkingar á Eldfellsveg.
  Ráðið samþykkir að takmarka hámarkshraða á Eldfells veg við 60 km/klst og setja upp viðeigandi merkingar.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is