Úr Spurningabókinni 2020

18.12.2020

Hér á eftir getur þú, lesandi góður, spreytt þig á nokkrum spurningum af ýmsu tagi:

 

1. Hvaða dýr er svarta ekkjan?
2. Hvort vaxa neglur á fingrum örvhentra manna hraðar á vinstri eða hægri hendi?
3. Hvaða náttúrufyrirbæri er stundum kallað „bláa gullið“?
4. Hvað er steinaldarmaðurinn Fred Flintstone með um hálsinn?
5. Hvaða lífsseigu ofurhetju, sem fyrst kom fyrir augu almennings í teiknimyndablaði árið 1939, sköpuðu þeir Bob Kane og Bill Fringer?
6. Hann er á mánudegi og ávallt sjö vikum fyrir páska, en hvað köllum við þann dag?
7. Hvaða tómatsósa er í uppáhaldi hjá Ed Sheeran?
8. Hvert er listamannsnafn Kristins Óla Haraldssonar?
9. Í hvaða landi eru borgirnar Gdansk og Katowice?
10. Hvaða hljóðfæri ber sama nafn og fornt mánaðarheiti?
11. Hvað eru margir reitir á bingóspaldi?
12. Hvaða sex stafa orð er notað yfir karlmenn sem eru giftir systrum?
13. Hvaða fyrirtæki framleiðir leikjatölvuna PlayStation?
14. Hvað heitir vinkona unga uppfinningamannsins Dags Diðriks í samnefndum teiknimyndaþáttum?
15. Hvaða leikkona fékk Óskarsverðlaun 2019 fyrir aðalhlutverk í kvikmyndinni The Favorite?
16. Í hvaða sjónvarpsþætti mátti meðal annars heyra þessi orð hljóma veturinn 2019-´20: Vilborg Arna, tango, Veigar Páll og foxtrott?
17. Hvert er listamannsnafn söngkonunnar Guðrúnar Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttur?
18. Hvaða Evrópuborg hefur verið kölluð „borg ástarinnar“?

 

Svör:
1. Könguló.
2. Vinstri (þessu er öfugt farið hjá rétthentum).
3. Vatnið.
4. Bindi (hálstau).
5. Batman.
6. Bolludag.
7. Heinz.
8. Króli.
9. Póllandi.
10. Harpa.
11. 25.
12. Svilar.
13. Sony.
14. Dísa.
15. Olivia Colman.
16. Allir geta dansað.
17. GDRN.
18. París.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search