Úr Eldborg í Visku

Eyjapeyjinn Sveinn Waage er alltaf með nokkra bolta á lofti í einu, og segist varla kunna annað. Hann vinnur á daginn við að koma upp Laufey þjónustumiðstöðinni við Landeyjarafleggjarann. En svo er hann líka í ráðgjöf og að kenna í Opna Háskólanum í HR, para saman bjór og mat á Sæta Svíninu og hefur líklega kennt fleiri Íslendingum um lystisemdir bjórs en nokkur annar sem bjórskólakennari í 12 ár. Næst á dagskrá hjá Svenna er fyrirlesturinn “Húmor Virkar – í alvöru” sem verður í Visku 12.apríl.

 

“Ég reyni stundum að nota þessa rullu um mörg störf, til að komast hjá leiðinlegu heimilsstörfunum en gengur yfirleitt mjög illa. “Ekki reyn´etta Svenni, ryksugan bíður þín”, segir Sveinn og hlær

 

Hvaða fyrirlestur er þetta? Húmor hvað? 

“Þetta byrjaði fyrir rúmu ári þegar þróunarstjórinn í HR hafði samband, eftir að hafa hlustað á K100 þar sem “Vikan með Waage” hafði verið í gangi á föstudagsmorgnum um nokkurt skeið.  Úr því samtali varð hugmyndin að ég myndi útbúa námskeið um Húmor í ljósi þess hvað það merkilega fyrirbæri hefur verið rannsakað mikið undanfarin ár. Ekki bara upp á gleðina og áhrif á heilsu, sem þóttu orðin traust niðurstaða, heldur hefur þessi Húmor líka glettilega mikil áhrif á virkni og afköst á vinnumarkaði og lífinu almennt, samkvæmt ítrekuðum rannsóknum” ,segir Sveinn og útskýrir svo nánar.

“Pælingin var að tvinna saman minn feril í atvinnulífinu, sem hefur mikið til einkennst af einhversskonar húmor (og fíflagangi), og niðurstöðum rannsókna erlendis. Svo kom í ljós að þessi heimur húmors var flóknari, stærri og meira spennandi en mann gat órað fyrir. Í ljósi þess fengum við tvo snillinga til liðs við okkur; þau Kristínu Sigurðardóttur slysa- og bráðalækni og séra Bjarna Karlsson sem er Eyjamönnum að góðu kunnur. Þeirra sýn og reynsla af kraftaverkum húmors átti eftir að lyfta okkur enn hærra og úr varð þetta 8 tíma námskeið í HR kennt á tveimur dögum. Að við værum svo valin til að opna Læknadaga í Hörpu núna í mars gaf okkur mikið, og jafnvel þá hugmynd að við hefðum eitthvað fram að færa.”

 

En þetta er fyrirlestur í Visku, ekki heilt námskeið?

“Já, þetta er samansoðin mesta gleðin og gagnsemin úr námskeiðinu. Hálfgert “best of”. Það kom í ljós að fyrirlestra-formið var að henta mun betur og átti erindi víðar. Þetta hefur verið ævintýralega gaman og alltaf frábærar viðtökur. Erum búin að hitta fyrirtæki og stofnanir, ráðamenn og fleiri, alltaf sama gleðin. Nákvæmlega þessi útgáfa í sparibúning verður í Visku á þriðjudaginn 12.apríl og ég hlakka mikið til.

 

Er þetta alltaf jafn gaman fyrir þig sjálfan?

“Ekki spurning! (hlær) Segi alveg satt. Það er gaman að skemmta fólki en það er miklu skemmtilegra að gera gagn í leiðinni og kenna fólki eitthvað sem það getur notað og virkar. Maður fékk þessa tilfinningu aðeins í bjórkennslunni en það jafnast ekki á við þetta. Húmorinn er svo dásamlegur, geggjað verkfæri og öfugt við bjórinn brennir hann kaloríum, ekki öfugt”, segir Sveinn og brosir breytt.

 

Eitthvað að lokum?

Bara vonast til að sjá sem flesta. Ég reikna ekki með vera með fleiri opna fyrirlestra í bráð, þar sem verið er að bóka þetta meira fyrir fyrirtæki og stofnanir fyrir sitt fólk. Eyjarnar koma svo líka nokkuð við sögu í fyrirlestrinum þar sem ég segi sögu af tvítugum Sveini í lögreglubúningi sem fékk að upplifa hversu magnaður húmor getur verið í erfiðum aðstæðum. Hlakka til að deila þessu með mínu fólki.”

Stemningin á fremsta bekk.

 

Fróðleg tenging húmors, trausts og trúverðugleika er eitt af viðfangsefnunum.

 

Sveinn á sviðinu í Eldborg

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search