Mánudagur 26. september 2022

Quesadilla hringur

Quesadilla hringur

Hráefni:

4-5 dl rifinn kjúklingur 

10 sneiðar beikon

 1 ½ dl blaðlaukur

 2 tómatar

 3 pkn hveititortillur

 1 krukka salsasósa

 1 krukka ostasósa

 2 dl Havarti ostur með jalapeno  2-4 dl rifinn mozzarella ostur

 2 dl rifinn cheddar ostur

 

Aðferð:

Byrjið á því að leggja beikonið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið stökkt.

Skerið blaðlauk, tómata og beikon smátt.

Setjið rifinn kjúkling í skál. Bætið út í blaðlauknum, tómötunum, beikoni, 2 dl rifnum Havarti osti með jalapeno, 1 dl rifnum cheddar osti og salsa sósunni. Blandið vel saman.

Skerið tortillurnar til helminga og smyrjið með rúmlega 1 tsk af ostasósu. Dreifið rifnum mozzarella osti yfir og rúmlega 1 msk af kjúklingablöndunni á alla helmingana. Rúllið tortillunum upp þannig að þær mynda kramarhús.

Notið hringlótt eldfast mót eða bökunarpappír. Setjið þá sósuskál sem þið ætlið að nota í miðjuna. Raðið tortilla rúllunum upp í hring.

Blandið saman 1 dl cheddar ost og 1 dl mozzarella ost. Dreifið helmingnum af ostinum yfir tortilluhringinn og raðið svo restinni af tortillurúllunum ofan á þannig að það myndist tvær hæðir. Dreifið svo restinni af ostinum yfir.

Takið sósuskálina frá og bakið í ofni við 190°C í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

Gott er að hafa salsasósu eða quacamole í sósuskálinni.

 

Quacamole

Hráefni:

3 avókadó

 1 dl sýrður rjómi

 Safi úr 1 lime

 ½ tsk salt

 ¼ tsk pipar

 ¼ tsk laukduft

 ¼ tsk hvítlauksduft

 Chili flögur eftir smekk

 

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum saman með töfrasprota eða matvinnsluvél. Quacamole er svo sett í sósuskálina í miðju quasadias hringsins.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is