Á facebooksíðu Ísfélagsins er greint frá því að gengið hefur verið frá kaupum á uppsjávarskipinu Ginneton sem gert hefur verið út af sænskri útgerð.
Skipið var smíðað 2006 í Danmörku. Skipið er með 1400 tonna burðargetu. Skipið verður afhent í desember og vonandi klárt í loðnuvertíð fljótlega eftir afhendingu segir að lokum í tilkynningunni.