05.05.2020
Skráning hefur farið fram úr öllum björtustu vonum okkar segir Magnús Bragason forsprakki The Puffin Run en 300 manns hafa skráð sig og hefur verið lokað fyrir skráningu.
Ítarlegar reglur fyrir alla hlaupara verða birtar hér á vef Tíguls á fimmtudaginn einnig verða þær ásamt upptalningu á vinningum á mið opnu nýjasta tölublað Tíguls sem kemur út á morgun og verður dreift í hús, miðvikudag og fimmtudag.
Eyjaskokk minnir á fyrirlesturinn með Sigurjóni Erni Sturlusyni sem er kl 21:00 föstudaginn 8.maí ( örfá sæti laus ) senda þarf póst á katalaufey@tigull.is til að skrá sig og er fyrirlesturinn ókeypis, bara koma með góðaskapið.
Í tilkynningu á facebooksíðu hlaupsins er þessi tilkynning:
Við neyðumst til að loka fyrir skráningu í The Puffin Run.
Þátttaka fór fram úr björtustu vonum og eru 300 menn skráðir til leiks.
Þeir sem áttu eftir að skrá sig í boðhlaup, en liðsfélagar voru búnir að melda sig, geta sent e-mail á maggibraga@simnet.is
https://hlaup.is/default.asp?cat_id=1150

Foríðumynd Tói Vídó