Uppselt á frumsýningu Þrettándans í Eyjum

fleiri sýningar í Eyjabíói og Háskólabíói

Sala á frumsýningu heimildarmyndarinnar Þrettándinn hefur gengið framar vonum og er uppselt á sýninguna í Eyjabíói föstudaginn 27. desember næstkomandi. „Enn eru til miðar á frumsýninguna í Háskólabíó 27. desember,“ segir Hrefna Díana Viðarsdóttir, einn höfunda myndarinnar. Miðasala á þessar sýningar er hluti hópfjármögnunar verkefnisins á söfnunarsíðu hjá Karolina Fund.

Bætt hefur verið við sýningu í Eyjabíói laugardaginn 28. desember kl. 18:00. Miðasala fer fram í bíóinu. „Þá höfum við einnig ákveðið tvær sýningar til viðbótar í Háskólabíói,“ segir Hrefna Díana. Þær sýningar verða laugardaginn 28. og sunnudaginn 29. desember, báða dagana kl. 16:00. Miðasala fer fram í Háskólabíó en einnig er hægt að kaupa miða í vefsölu bíósins.

Hrefna Díana vinnur heimildarmyndina með Geir Reynissyni og Sighvati Jónssyni. Hún hélt fyrirlestur í Einarsstofu síðastliðinn laugardag um lokaritgerð sem hún vann í þjóðfræði við Háskóla Íslands árið 2012 um þrettándagleðina í Eyjum. Hún og Geir sögðu þar frá vinnslu myndarinnar og sýndu atriði úr henni. „Ég tengist þrettándanum í gegnum tengdafjölskyldu mína,“ segir Geir og bætir við að við framleiðslu myndarinnar hafi mikið verið rætt um hvað megi sýna og segja frá og þá hvernig. „Í Einarsstofu sýndum við brot af því þegar Grýla og Leppalúði gera sig klár fyrir þrettándagleðina og það er skemmst frá því að segja að það var mikið hlegið og greinilegt að fólk hlakkar til að sjá meira,“ segir Geir.

Hulunni svipt af tónlist myndarinnar

„Heimildarmyndin er sveipuð dulúð rétt eins og þrettándagleðin sjálf,“ segir Sighvatur Jónsson. „Nú er rétt rúm vika til frumsýningar og síðustu púslin að smella saman. Myndin kemur til okkar úr litvinnslu í bútum þessa dagana og þá styttist í að hljóðblöndun hennar ljúki. Eitt af því sem við erum að birta nú í fyrsta sinn opinberlega er kynningarstikla þar sem í fyrsta sinn má heyra brot af frumsaminni tónlist eftir Halldór Gunnar Pálsson og Ragnhildi Gísladóttur. Ég hlakka til að heyra viðbrögð fólks við myndinni og ekki síður tónlistinni sem er mjög mikilvægur hluti hennar,“ segir Sighvatur.

Nýjustu fréttir af framleiðslu Þrettándans eru á Facebook síðu myndarinnar.

Hið svokallaða brennugengi aðstoðar jólasveinana við að bæta olíu á blys þeirra í þrettándagöngunni. Mynd/SIGVA media

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search