Tói Vidó

Upplýsingafundur almannavarna var haldinn í dag

13.03.2020 kl 22:55

Upplýsingafundur almannavarna var haldinn í dag þar sem saman komu fulltrúar aðgerðastjórnar en undirbúningur aðgerðastjórnar vegna COVID-19 hefur staðið yfir síðan í janúar. Ljóst er að veiran breiðist hratt út og hafa nú 134 greinst með smit á Íslandi og eru þar af 30 innanlandssmit. Ekkert smit hefur greinst í Vestmannaeyjum en þrír eru í sóttkví vegna veirunnar og líklegt að fólki muni fjölga sem sett verður í sóttkví næstu daga.

Ákvörðun stjórnvalda um samkomubann frá og með mánudeginum 16. mars nk. var kynnt í dag en það felur í sér að 100 manns eða fleiri mega ekki koma saman næstu fjórar vikurnar og þar sem færri koma saman þarf að tryggja að minnst 2 metrar séu á milli fólks. Þá verður framhaldsskólum lokað og það gildir einnig um Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Grunnskólar og leikskólar verða opnir en þar verður reynt að stemma stigu við samneyti allra nemenda. Frekari yfirlýsingar vegna skólastarfs verða kynntar á mánudag. Með þessu er sem fyrr reynt að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.

Ástæða er til að minna á að veiran virðist leggjast þyngst á eldra fólk og þá er eldra fólk með eftirfarandi undirliggjandi sjúkdóma í sérstökum áhættuhópi; háan blóðþrýsting/hjartasjúkdóma, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun, krabbamein og skerta starfsemi ónæmiskerfis. Þessum hópi er ráðlagt að hafa bein samskipti við sem fæsta.

Ný heimasíða www.covid.is var tekin í gagnið í dag þar sem finna má góðar upplýsingar um veiruna, aðgerðir, áhættuhópa, einangrun, sóttkví og fleira.

Við getum öll lagt okkar af mörgum með góðum sóttvörnum, handþvotti, spritti og takmörkun samskipta við fólk með einkenni öndunarfærasýkingar.

Einnig langar Tígli að benda ykkur á síðu með stöðuna á vírusnum um allan heim www.daton.is

Tói Vídó tók forsíðumyndina.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is