09.04.2020
Það er stemning í loftinu, sól og blíða og páskafrí en við meigum ekki gleyma okkur þrátt fyrir það.
Það er búið að biðja fjölskyldur að senda bara einn úr fjölskyldunni að versla, ekki fara þá 5 saman, ekki stoppa og spjalla þar sem er þröngt um að fara því þá ertu að stoppa alla fyrir aftan þig. Það er ósköp eðlilegt að gleyma sér líkt og þegar rafmangið fer af og maður hugsar: æ ég fer þá bara að baka. Hve oft hefur maður lent í því ? Blaðamaður Tíguls hefur oft lent í að gleyma sér en þá er frábært að fá vinsamlegar ábendingar frá t.d. þér ef þú sérð að einhver er að gleyma sér, einfaldlega bentu þá viðkomandi á það.
Maður getur allavega ekki ímyndað sér að fólk sé viljandi að fara of nálægt næsta manni eða fara of mörg í búðina.
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri sagði í viðtalið við Eyjafréttir.is í gær að lögreglan væri í startholunum með að sekta fyrir brot á reglum um einangrun, sóttkví og samkomubanni hér fyrir neðan eru upphæðir þessa sekta.
Lágmarkssekt við því að brjóta reglur um einangrun er 150.000 kr.
Lágmarkssekt fyrir að brjóta reglur um sóttkví er 50.000 kr.
Sektir fyrir að brjóta reglur um samkomubann eru frá 50.000 kr. til 500.000 kr.
Að sögn Páleyjar hefur enn enginn verið sektaður, en lögreglan er komin í startholurnar. „Okkur ber að fylgja þessum reglum eftir og þurfum að sjálfsögðu að taka ákvörðun varðandi sektir í þessum málum eins og öðrum. Auðvitað viljum við sekta sem fæsta, en þetta er dauðans alvara og mannslíf eru í húfi. Ég biðla til ykkar að fara eftir fyrirmælum, drýja þolinmæðina aðeins lengur, senda fingurkossa til vina og ættingja í hæfilegri fjarlægð og þá klárum við verkefnið í sameiningu,“ segir Páley Borgþórsdóttir aðgerðarstjóri að lokum. Viðtalið á Eyjafréttum.is má lesa í heild sinni hér.