Uppfært kl 15:40 -Eitt nýtt smit í Vestmannaeyjum – fylgjum áfram tilmælum Víðis

17.04.2020 kl 15:40 uppfært

Tilkynning frá Aðgerðastjórn:

Eitt smit hefur bæst við í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita því 104. Þeir sem hafa náð bata eru 79 og því aðeins 25 manns með virk smit. Í sóttkví eru 91. Aðilinn sem greindist er fjölskyldumeðlimur einstaklings sem hafði greinst áður og er því ekki um óvænt smit að ræða eða á nýjum stað í samfélaginu.

Við verðum áfram að virða reglur og gæta að eigin sóttvörnum.

f.h. aðgerðastjórnar

Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.

Frétt frá því fyrr í dag:

Eitt staðfest smit kom upp í Vestmannaeyjum á síðasta sólarhring.

Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknir greindi frá á upplýsingafundi vegna Covid-19 núna kl 14:03 í dag.

Þetta er fyrsta smit í Vestmannaeyjum síðan á þar síðasta mánudag. Alma Möller, landlæknir segir að verið hafi mikið álag í Vestmannaeyjum og á næstu dögum á von á viðmæendum á fund Almannavarna frá Vestmannaeyjum að sögn Ölmu.

Hér er einnig tilmæli frá GRV:

Skólar voru beðnir um að benda foreldrum á eftirfarandi:

Ábendingar um að hópamyndum unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hefur verið að aukast. Ástæðan er líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála hjá okkur. Það er aftur á móti mjög mikilvægt að við höldum fókus og sofnum alls ekki á verðinum.

Viljum við hvetja ykkur til vitundar um að við verðum öll halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópamyndum.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is